Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Nýbirtur ríkisreikningur sýnirað ríkissjóður þreifst býsna
vel í fyrra og af rekstrinum var
góður tekjuafgangur, 46 milljarðar
króna, sem eru mikil umskipti frá
næstu árum á undan.
Þetta er ánægju-efni en um leið
er ástæða til að hafa
áhyggjur af ástæð-
um þessarar batn-
andi afkomu. Þær
eru allar á tekju-
hliðinni.
Heildartekjur ríkissjóðs jukustum nær 100 milljarða króna á
milli ára og fóru upp í 689 milljarða
í fyrra. Gjöldin jukust um 50 millj-
arða króna.
Tekjuskattar á einstaklinga juk-ust um 4 milljarða króna og á
fyrirtæki um 27 milljarða.
Virðisaukaskattur jókst um 11milljarða króna og vörugjöld
um 2 milljarða króna.
Í ljósi minnkandi atvinnuleysisvekur enn fremur athygli að
tryggingagjöld hækkuðu um 3,5
milljarða króna á milli ára.
Enginn af helstu skattstofnumskilar minni eða sömu tekjum
og árið á undan.
Fyrir tveimur árum urðustjórnarskipti. Vinstristjórnin,
sem staðið hafði fyrir linnulausum
skattahækkunum, hrökklaðist frá
völdum. Við tók stjórn sem þurfti
að hreinsa til eftir þá atlögu að
fólki og fyrirtækjum.
Þessar tölur sýna að þauhreinsunarstörf eru skammt á
veg komin.
Bjarni
Benediktsson
Mikið verk óunnið
STAKSTEINAR
ÚTSALAN ER HAFIN
30–50% afsláttur
DIMMALIMM
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | www.dimmalimmreykjavik.is
Opið mán.–fös. 10–18, lau. 10–17
Sendum frítt
um land allt Iana Reykjavík
Veður víða um heim 1.7., kl. 18.00
Reykjavík 12 alskýjað
Bolungarvík 7 rigning
Akureyri 8 rigning
Nuuk 15 léttskýjað
Þórshöfn 12 skúrir
Ósló 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 21 heiðskírt
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 22 heiðskírt
Lúxemborg 32 heiðskírt
Brussel 33 heiðskírt
Dublin 22 skýjað
Glasgow 25 heiðskírt
London 33 heiðskírt
París 37 heiðskírt
Amsterdam 32 heiðskírt
Hamborg 27 heiðskírt
Berlín 26 heiðskírt
Vín 29 léttskýjað
Moskva 17 léttskýjað
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 36 heiðskírt
Barcelona 27 heiðskírt
Mallorca 36 heiðskírt
Róm 28 heiðskírt
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 18 skúrir
New York 25 skýjað
Chicago 18 alskýjað
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:08 23:57
ÍSAFJÖRÐUR 1:51 25:23
SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20
DJÚPIVOGUR 2:24 23:39
„Umferð í nýliðnum júnímánuði
jókst mikið miðað við sama mánuð á
síðasta ári eða um 4,6% og var nýtt
met slegið í umferðinni um hringveg-
inn í sama mánuði, þ.e.a.s. aldrei
hafa fleiri ekið um hringveginn í
júnímánuði fram til þessa,“ segir í
umfjöllun á vefsíðu Vegagerðarinnar
um umferðina á hringveginum að
undanförnu.
Er þetta þriðja árið í röð þar sem
umferð eykst á milli ára í júnímán-
uði. Umferð jókst mest um mælisnið
á Austurlandi eða 11% en minnst um
Suðurland eða 1,9%.
Þá hefur umferðin á hringvegin-
um á þessu ári aukist um 2,2 prósent
sem er minni aukning en í fyrra. Er
aukningin áberandi minnst á Suður-
landi.
Í umfjöllun Vegagerðarinnar er
vakin athygli á því að umferð á
hringveginum um Suðurland eykst
ekki jafn mikið og á öðrum land-
svæðum. „Þetta er athyglisvert í
ljósi þess að mikið er rætt um fjölg-
un ferðamanna um Suðurland, t.d. á
Gullna hringnum, en hringvegurinn
er hluti þeirrar leiðar. Umferðin á
Hellisheiði jókst t.d. aðeins um 1,9%
milli júnímánaða og hefur hún dreg-
ist saman um 0,7% frá áramótum
miðað við sama tímabil á síðasta ári.
Hugsanlega er þetta vísbending um
breytt leiðarval á Suðurlandi og/eða
að umsvif á þessu landsvæði hafi
aukist hóflegar en á öðrum land-
svæðum. En erfitt er að meta það ná-
kvæmlega. Hugsanlega fer nú líka
hluti umferðar um Suðurstrandar-
veginn sem áður fór um hringveg-
inn,“ segir þar ennfremur.
Að mati Vegagerðarinnar stefnir
nú í að umferðin á hringveginum,
geti aukist um rúmlega 2% í ár mið-
að við árið á undan. Gangi þessi spá
eftir myndi gamla metið, frá árinu
2007, verða slegið svo um munar.
Þegar mælingar á umferð eftir
vikudögum eru skoðaðar kemur í
ljós að hún hefur aukist alla viku-
daga nema sunnudaga, það sem af er
ári. „Hlutfallslega eykst umferðin
mest á mánudögum og þriðjudögum
en dregst saman um 1% á sunnudög-
um. Þar sem Suðurland var gert að
umræðuefni þá sker það landsvæði
sig úr varðandi aukningu eftir viku-
dögum. Meðan umferð eykst alla
vikudaga á öðrum landsvæðum,
nema á sunnudögum við höfuðborg-
arsvæðið, þá hefur umferð dregist
saman frá föstudögum til sunnudaga
á Suðurlandi.“ omfr@mbl.is
Umferðarmet var slegið í júní
Umferð á hringvegi jókst um 4,6% í
júní Metið frá 2007 gæti fallið í ár
Morgunblaðið/Ómar
Fleiri bílar Umferðin á hringveginum hefur aldrei áður verið meiri en í ný-
liðnum júnímánuði. Umferðin jókst um 4,6 prósent frá því í júní í fyrra
Faðir Dorritar Moussai-
eff forsetafrúar, Shlomo
Moussaieff, er látinn á
nítugasta aldursári.
Hann lést 29. júní sl. og
var jarðsettur í Jerúsal-
em í gær.
Ólafur Ragnar Gríms-
son var viðstaddur at-
höfnina og flutti þar
ræðu. Shlomo lætur eftir
sig eiginkonu sína, Alisu,
dætur þeirra; Dorrit, Ta-
möru og Sharon og
barnabörn.
Shlomo rak keðju skartgripaversl-
ana í Bretlandi og Sviss en lét af
störfum fyrir aldurs sakir fyrir rúm-
um áratug. Hann hafði alla tíð sér-
staka ástríðu á fornmunum frá tím-
um Biblíunnar og átti eitt stærsta
einkasafn slíkra muna í heiminum.
Shlomo átti litríkan
feril að baki. Hann var
næstelstur tólf barna en
afi hans og nafni var
einnig farsæll kaup-
maður sem er talinn
einn af stofnendum
Bukharim-hverfisins í
Jerúsalem. Faðir
Shlomo, Rehavia, var
einnig skartgripasali og
fékk Shlomo þannig
snemma innsýn í þá iðn.
Hann barðist fyrir
breska herinn í seinna
stríði og fyrir sjálfstæðu Ísrael í
stríðinu þar 1948. Þá var hann tek-
inn til fanga af Jórdönum í eitt ár.
Honum farnaðist þó vel í fangavist-
inni, en í henni hóf hann að versla
með fornmuni og efnaðist nokkuð á
þeirri iðju.
Shlomo Moussaieff
Shlomo Moussaieff
jarðaður í Jerúsalem