Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 84
VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég kynntist Múmínfjölskyldunni fyrst fyrir fjórum árum þegar ég las fyrstu teiknimyndabókina um hana sem hafði komið út í Frakklandi árið 2007. Ég hef því ekki, eins og margir, verið aðdáandi frá unga aldri. Ég er hins vegar alltaf að leita að góðu efni til að auðga teiknimyndaflóruna hér- lendis og fannst því tilvalið að gefa út fyrstu Múmínmyndasögurnar í ár þegar þess er minnst að 70 ár eru síð- an Tove Jansson sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu um Múmín- fjölskylduna,“ segir Jean Antoine Po- socco, sem á og rekur Frosk útgáfu. Alls 73 Múmínsögur á 21 ári Útgáfufyrirtæki hans sendi nýver- ið frá sér tvær teiknimyndasögur um Múmínfjölskylduna sem nefnast Múmínfjölskyldan á Rívíerunni (sag- an er númer 3 í röðinni) og Múmín- snáðinn verður ástfanginn (númer 9) í þýðingu Anítu K. Jónsson, en geta má þess að í fyrra var frumsýnd frönsk/finnsk teiknimynd í fullri lengd sem byggir á fyrrnefndu sög- unni. „Sú mynd hefur enn ekki verið sýnd hérlendis en verður það von- andi,“ segir Jean og tekur fram að þá sé gaman að hafa geta gefið bókina út á undan bíómyndinni. Teiknimyndasögurnar samdi Tove Jansson á árunum 1955 og 1956, en á fimm ára tímabili frá 1954 til 1959 samdi Jansson teiknimyndasögur fyrir fullorðna um Múmínfjölskyld- una sem birtust upphaflega í breska dagblaðinu Evening News en rötuðu einnig víðar. Þegar vinsældir teikni- myndanna náði hámarki voru þær birtar í yfir 120 dagblöðum í meira en 40 löndum og áætlað er að 20 milljón lesendur hafi lesið þær daglega, en engin önnur finnsk teiknimyndasería hefur náð annarri eins útbreiðslu. Á árunum frá 1954 til 1958 samdi Tove Jansson alls 18 teiknimyndasögur en á árinu 1959 samdi hún þrjár í samvinnu við bróður sinn Lars Jansson, sem í framhaldinu tók við skrifunum og samdi fram til ársins 1975 alls 52 sögur. Alls urðu teiknimyndasögur þeirra systkina því 73 talsins, en fyrsta 41 sagan hefur verið endur- útgefin í alls níu bókum í A4-broti á árunum 2006 til 2014 auk þess sem stakar sögur hafa verið gefnar út í A5-broti. „Um jólin er væntanleg hjá Froski fyrsta bókin í seríunni í A4- brotinu, sem inniheldur fyrstu fjórar teiknimyndasögur Tove,“ segir Jean og bendir á að þær sögur séu svart/ hvítar meðan sögurnar í A5 brotinu hafi verið litaðar. „Ég stefni síðan að því að gefa út tvær bækur í A5-brotinu strax á næsta ári,“ segir Jean. Viggó viðutan snýr aftur Nýverið sendi Froskur einnig frá sér sína fyrstu bók um Viggó viðutan, sem kemur úr smiðju André Fran- quin eins og Svalur og Valur sem Froskur hefur gefið út síðustu miss- eri. Um er að ræða bók númer 4 sem nefnist Viggó viðutan – Gengið af göflunum og þýdd er af Anítu K. Jónsson. „Bækurnar um Viggó við- utan komu fyrst út á íslensku á ár- unum 1978-1988 á vegum Iðunnar, alls tólf bækur. Þar var sögum Fran- quin raðað í tilviljunarkennda röð, líkt og við átti um útgáfuna erlendis. Ekki alls fyrir löngu voru Viggó- bækur gefnar aftur út í Belgíu og Frakklandi sem innihalda allar sög- urnar sem Franquin teiknaði í réttri tímaröð, en alls eru bækurnar nítján talsins,“ segir Jean til útskýringar og tekur fram að hann hafi þegar fengið fyrirspurn frá eldheitum aðdáanda Viggóbókanna um það hvers vegna sögurnar í bókum Frosks séu ekki þær sömu og í sömu röð og í bókum Iðunnar, sem löngu eru ófáanlegar hérlendis. Athygli vekur að kápan á Viggó- bókunum er mött en ekki glans. „Ég valdi líka að hafa kápuna matta á Ást- ríksbókinni sem ég gaf út í fyrra. Mér fannst það koma svo vel út og gera bókina miklu eigulegri sem bók en þegar teiknimyndabækur eru glans- andi og æpandi,“ segir Jean og upp- lýsir að von sé á nýrri Ástríksbók eft- ir René Goscinny og Albert Uderzo fyrir jólin. „Í fyrra gaf ég út Ástrík og víkingana, sem var númer 9 úr smiðju Goscinny og Uderzo, en í ár gef ég út Ástrík og Kleópötru, sem er númer 6 í röðinni. Fyrir jólin eru einnig væntanlegar tvær bækur um Sval og Val, önnur er alveg ný og hin er eldri. Markmiðið er að geta árlega gefið út bæði gamalt og nýtt efni um Ástrík og Sval og Val.“ Langar að bjóða upp á fjöl- breyttara efni fyrir fullorðna Spurður hvort hann skynji aukinn áhuga á teiknimyndasögum hér- lendis svarar Jean því játandi. „Ég fæ mjög jákvæð viðbrögð við því að gefa út teiknimyndasögur á íslensku. Margir eru ánægðir að geta lesið þessar bækur á eigin tungumáli. Mér finnst mjög mikilvægt að augða flór- una og bjóða ekki bara upp á belg- ískar sögur úr smiðju Franquin, Goscinny og Uderzo. Þess vegna finnst mér svo gaman að geta bætt Jansson í hópinn. Í næstu viku bætist síðan við bókin Skósveinarnir – Ban- ana eftir Renaud Collin og Didier Ah- Koon, en skósveinarnir eru betur þekktir sem „minions“ úr teikni- myndinni Aulinn ég,“ segir Jean og tekur fram að snemma á næsta ári sé væntanleg fjórða bókin um Tíma- flakkarana og fjórða bókin um Lóu. „Á næsta ári væri líka gaman að kynna til sögunnar nýja bók með stelpu í aðalhlutverki. Ég hefði einnig áhuga á að bjóða upp á fjölbreyttara efni fyrir fullorðna lesendur, en sá markaður er hins vegar mun minni. Það er alltaf gaman að kynna eitt- hvert nýtt efni fyrir lesendum og út- gefendur verða að taka áhættu með nýtt efni. Það er ekki nóg að bjóða bara upp á velþekkt efni, en auðvitað er það að lokum lesandinn sem ræð- ur.“ „Ég fæ mjög jákvæð viðbrögð“  Froskur útgáfa gefur út teikni- myndabækur um Múmínfjölskylduna  „Alltaf að leita að góðu efni til að auðga teiknimyndaflóruna hérlendis“ Morgunblaðið/Kristinn Áhætta „Það er alltaf gaman að kynna eitthvert nýtt efni fyrir lesendum og útgefendur verða að taka áhættu með nýtt efni. Það er ekki nóg að bjóða bara upp á velþekkt efni,“ segir Jean Antoine Posocco bókaútgefandi. Á ströndinni Brot úr Múmínfjölskyldunni á Rívíerunni eftir Tove Jansson. Nýtt í bland við gamalt Kápur Múmín-bókanna tveggja ásamt Viggó viðutan og Skósveinunum. MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja súrdeigsbrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. 84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.