Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 Gripin Gleðin var við völd í útilegu í Brautarholti á Suðurlandi þar sem efnt var til keppni í að grípa kókosbollur með munninum, hvort þessari hafi verið sporðrennt á augabragði skal ósagt látið. Golli Ekkert það starf er til, þar sem óvaningur stekkur inn með starfsreynslu og þekkingu. Öll störf eru þannig, að óvan- ingur þarf að læra. Læra að vinna, læra hvernig er unnið og læra hvers starfið krefst. Þingmennska er líka starf. Þar þarf líka að læra hvernig á að vinna, hvernig unnið er, hvers starfið krefst, hvernig ná á ár- angri – og hvernig eigi að um- gangast samstarfsmenn. Enginn óvaningur, enginn sem enga reynslu hefur af félagsmála- störfum, enga þekkingu hefur á starfsreglum löggjafarsamkomu, enga minnstu innsýn hefur í hvernig stjórnmál ganga fyrir sig og ekkert þekkir til samskipta ólíkra skoðanahópa – enginn slík- ur getur náð árangri á Alþingi Ís- lendinga nema hann tileinki sér þá starfsþekkingu, sem einber reynsla getur veitt. Lærdómsríkt er að lesa sögu Margrétar Tryggvadóttur af þingveru sinni. Um það bil sem henni var fyrst farið að lærast hvaða reglur þurfa að gilda í félagsmálastarfsemi, hvað þá heldur þingmennsku, þá rann þingmennskutíminn út. Hröð umskipti Svo hröð og ör umskipti hafa orðið á síðasta áratug á fulltrúum þjóðarinnar á þjóðþinginu að fæst- ir hafa náð að tileinka sér þá þekkingu á störfunum sem ein verður lærð af reynslunni. Meðal helstu forystumanna á þingi núna eru einstaklingar, sem flestum á óvart, jafnvel ekki síst þeim sjálfum, settust þang- að inn og fengu svo upp í hendurnar að veita öðrum með svip- aða fortíð eða öllu heldur skort á henni leiðsögn um hvernig þar bæri að haga sér. Sumum, jafnvel mörg- um, hugnast nú ekki að stjórnmálaleiðtog- ar okkar hafi þurft að ganga í gegnum skóla reynslunnar, þurft að læra af for- verunum. Hugnast fólkinu þá hitt betur? Að kunna þá illa til verka – og gera bara klúður? Stjórn- málamenn sem taldir eru standa undir því nafni eru jú illa liðnir? En klúðrið? Kann fólk betur við það? Klúður! Óhugsuð ákvörðun um valdbeit- ingu við flutning Fiskistofu. Klúð- ur! Illa undirbúin ákvörðun um náttúrupassa. Klúður! Óígrunduð ákvörðun um að flytja án nokkurs fyrirvara virkjanakosti úr bið- flokki í nýtingaflokk. Klúður! Ákvörðun um að færa Þróun- arsamvinnustofnun undir utanrík- isráðuneytið að kröfu embættis- manna þar – fjórða tilraun. Klúður! Flutningur Þjóðminja- safns frá menntamálaráðherra til forsætisráðherra að ósk þess síð- arnefnda en gegn mótmælum Rík- isendurskoðunar. Klúður! Gjöf á makríl til tíu fjölskyldna óend- urkræf til sex ára. Klúður! Getu- leysi til þess að geta lokið þing- fundum að vori þrátt fyrir stóran þingmeirihluta. Fordæmalaust klúður um áratuga skeið! Óskólagengið forystufólk Þessi dæmi og fjölmörg fleiri bera vott um vanhæfni. Þarna vantar ekki viljann. Þarna vantar getuna. Menn klúðra málunum hverju á fætur öðru og eru gerðir afturreka með þau – já af eigin flokksmönnum. Þetta er ekki fólk, sem fékk að ganga í skóla til þeirra Davíðs Oddssonar og Hall- dórs Ásgrímssonar – til þeirra stjórnmálaforingja, sem ég þekkti hvað best og höfðu sjálfir tileinkað sér þekkinguna frá sínum for- verum. Sem kunnu að vinna. Sem kunnu að ná árangri. Þetta er fólk, sem ekkert hefur tileinkað sér af þeirri þekkingu á vinnu- brögðum, sem þessir menn höfðu alveg á hreinu. En það er e.t.v. bara betra. Hefðu þeir gengið í skóla hjá þeim Davíð og Halldóri hefðu þeir ekki klúðrað. Fiskistofa komin norður. Náttúrupassi í inn- heimtu. Utanríkisráðuneytið kom- ið inn í Þróunarsamvinnustofnun. Og menntamálaráðherrann kom- inn á Þjóðminjasafnið. Þingmenn fyrir löngu komnir í sumarfrí. En svona er klúðrið. Alveg endalaust. Eftir Sighvat Björgvinsson » Sumum, jafnvel mörgum, hugnast nú ekki að stjórn- málaleiðtogar okkar hafi þurft að ganga í gegnum skóla reynsl- unnar, þurft að læra af forverunum. Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fyrrv. alþingismaður og ráðherra. Vanhæfni og klúður Rögnunefndin svo- kallaða með Dag B. Eggertsson borg- arstjóra innanborðs hefur skilað skýrslu sinni um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk nefndarinnar var að fullkanna aðra kosti til rekstrar innan- landsflugs á höfuðborgarsvæðinu en framtíðarflugvöll í Vatnsmýri. Nefnd- in hafði til hliðsjónar þá 15 flugvall- arkosti sem áður höfðu verið skoðaðir og valdi í kjölfarið að skoða þá fimm flugvallarkosti sem helst kæmu til greina, þ.e. Bessastaðanes, Hólms- heiði, Hvassahraun, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatns- mýri. Samkvæmt skýrslunni er flugvöllur í Hvassahrauni skásti kosturinn fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu ef núverandi flugvöllur í Vatnsmýri verður lagður niður. Er áætlaður stofnkostnaður flugvallar og bygg- inga í Hvassahrauni sem tækju við allri starfsemi Reykjavíkurflugvallar um 22 milljarðar króna. Ýmis atriði á þó eftir að skoða nánar varðandi flug- völl í Hvassahrauni, þar á meðal mögulegar mótvægisaðgerðir vegna sjúkraflutninga, auk þess sem ná- lægðin við Keflavíkurflugvöll gerir það að verkum að endurskoða þyrfti loftrými, aðflugs- og brottflugsferla o.fl. Hlutverk Rögnunefndarinnar var aldrei það að leggja mat á hag- kvæmni þess að halda Reykjavíkur- flugvelli í núverandi mynd, heldur eingöngu að athuga hvort önnur flug- vallarstæði eða flugvöllur í Vatnsmýri í breyttri mynd kæmu til greina fyrir rekstur innanlandsflugs á höfuðborg- arsvæðinu. Athugun nefndarinnar náði því ekki til óbreytts flugvallar í Vatnsmýri enda var það utan skil- greinds verksviðs. Afstaða Fram- sóknar og flugvallarvina er jafnskýr nú sem áður, við styðjum áframhald- andi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni í óbreyttri mynd. Reykjavíkurflugvöll- ur í núverandi mynd besta lausnin Eftir Sveinbjörgu B. Sveinbjörns- dóttur og Guðfinnu Jóh. Guðmunds- dóttur »Rögnunefndinni var aldrei falið að kanna hagkvæmni óbreytts Reykjavíkurflugvallar, aðeins aðra kosti. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir Höfundar eru borgarfulltrúar Fram- sóknar og flugvallarvina í Reykjavík. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.