Morgunblaðið - 02.07.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
TAX FREE
Verið velkomin
Af öllum
sumarbolum
og kvart-
buxum
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Landssamband smábátaeigenda
(LS) hefur ákveðið að kvarta til um-
boðsmanns Alþingis vegna reglu-
gerðar sjávarútvegsráðherra sem
kvótasetti makrílveiðar smábáta um
miðjan júní, en áður höfðu veiðarnar
verið frjálsar smábátaeigendum í til-
tekinn tíma á hverju ári.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir að sambandið telji að ein af
forsendum þess að reglugerðin
standist lög sé að makrílfrumvarp
sjávarútvegsráðherra verði að lög-
um. „Þá hefðum við lítið getað sagt
við breytingunni,“ segir Örn.
Sambandið hefur gert ýmsar at-
hugasemdir við frumvarpið, sem
myndi hlutdeildarsetja makríl-
veiðar, og vill að haldið verði áfram
með sóknarmarkskerfi, þar sem allir
smábátar veiða úr sameiginlegum
potti og hafa jafnan rétt til veiða.
Örn telur ástandið slæmt. „Sím-
tölin á skrifstofuna hafa verið þann-
ig að menn sjá sína sæng upp reidda.
Þeir hafa fjárfest í græjum í
makrílnum og dæmi eru um að menn
hafi fengið nánast enga úthlutun, að-
eins nokkur tonn. Það er engin
framtíð í rekstri þeirra ef reglugerð-
inni verður ekki breytt.“
Þá eru sumir farnir að skoða
möguleikann á skaðabótum frá rík-
inu. „Þeir sem hafa fjárfest í þessu
og gert ráð fyrir að geta stundað
veiðarnar eru að þreifa fyrir sér um
möguleikann á bótum og öðru slíku.
Hvort ríkið hafi með útgáfu reglu-
gerðarinnar skapað sér bótaskyldu
gagnvart þeim.“
Fjöldi smábáta á makrílveiðum
hefur margfaldast á síðustu árum.
Veiðiheimildum í reglugerðinni er
úhlutað út frá veiðireynslu og fá árin
2009-2012 aukið vægi. Þeir sem hófu
makrílveiðar á síðustu tveimur árum
fá því minna en hinir reyndari. Örn
segir sprengingu hafa orðið árið
2013, þegar bátunum fjölgaði úr 16 í
rúmlega 90. Árið 2014 hafi þeim
fjölgað í 121 bát og fjárfesting á
hvern bát fyrir veiðarnar hafi verið
frá 5 upp í 11 m. kr.
Morgunblaðið/Alfons
Tap Sumir smábátaeigendur fjárfestu fyrir milljónir til að útbúa bátana sína
fyrir makrílveiðar en var síðan aðeins úthlutað nokkrum tonnum.
Kvarta til umboðs-
manns Alþingis
Reglugerðin
» Reglugerðin úthlutar makríl-
veiðiheimildum til eins árs.
» Smábátar fá 4% af heildar-
aflanum, einu prósenti minna
en í makrílfrumvarpi sjávar-
útvegsráðherra, hefði það ver-
ið samþykkt.
» Í Noregi fara um 16% mak-
rílveiðiheimilda til smábáta.
» Smábátaeigendur telja
reglugerðina m.a. ekki hafa
lagastoð.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Rannsóknaskip Hafrannsóknastofn-
unar, Árni Friðriksson, mun næst-
komandi mánudag leggja af stað í
makrílleiðangur til þess að meta út-
breiðslu og þéttleika makríls á fæðu-
göngusvæðum hans í norðurhöfum.
Er leiðangurinn liður í samnorrænum
rannsóknum Íslendinga, Norðmanna,
Færeyinga og Grænlendinga um
rannsóknir á makríl að sumarlagi sem
fram hafa farið síðan árið 2009.
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segir leið-
angurinn m.a. ná inn fyrir lögsögu
Grænlands. „Er það gert í samstarfi
við grænlensku náttúrustofuna í
Nuuk,“ segir hann og bendir á að það
svæði sem til rannsóknar er liggi á
milli Íslands og Noregs, í kringum Ís-
land, auk þess sem áhöfn Árna Frið-
rikssonar mun í leiðangrinum kanna
svæðið austan við Grænland.
Makríll sást í Faxaflóa
Aðspurður segir hann Árna Frið-
riksson verða við makrílrannsóknir til
10. ágúst nk. „Þessi leiðangur verður
að vísu einnig tengdur saman við taln-
ingu á hvölum,“ segir hann.
Makríllinn hefur á síðustu árum
verið að færa sig að sumarlagi norðar
og vestar á norðaustanverðu Atlants-
hafi, jafnvel að ströndum Grænlands.
Er það talið a.m.k. að hluta til vegna
hlýsjávarástands sem ríkt hefur sl. 10
til 20 ár. Hér við land hefur sjávarhiti
í ár hins vegar verið heldur lægri en
undanfarin ár, sem kann að skýra síð-
búnari göngur makríls að ströndum
landsins í vor. „Í maímánuði var farið
í leiðangur í kringum landið og þá
urðum við ekki varir við hann. En nú
er makríllinn hins vegar farinn að láta
sjá sig svo allt virðist vera með nokk-
uð eðlilegum hætti,“ segir Jóhann og
bætir við að um helgina hafi menn
orðið varir við talsvert magn af makríl
í Faxaflóa og veiðar hafa verið við
sunnanvert land undanfarið.
„Það virðist því vera kominn gangur
í þetta en aðalkrafturinn kemur vænt-
anlega í júlí og ágúst,“ segir Jóhann.
Undanfarin ár hafa mælst 1 til 1,5
milljónir tonna af makríl innan efna-
hagslögsögu Íslands yfir sumarið.
Túnfiskkvótinn rúm 36 tonn
Íslendingar fengu í fyrra 30 tonna
túnfiskkvóta og landaði línubáturinn
Jóhanna Gísladóttir GK þá alls 125
fiskum, eða 22 tonnum. Átta tonn
fengust hins vegar sem meðafli við
makrílveiðar. Í ár hefst línuvertíðin
hinn 1. ágúst nk. í Norður-Atlantshafi
og er heildarkvóti Íslendinga 36,57
tonn.
Árni Friðriksson
heldur í makrílleit
Liður í sam-
starfi Íslendinga,
Norðmanna,
Færeyinga og
Grænlendinga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afli Makríll hefur að undanförnu veiðst vel og er kvóti nú 173 þúsund tonn.
Undanfarin ár hefur makríll
gengið í vaxandi mæli á Ís-
landsmið. Á Austurlandi fór
hann að veiðast sem meðafli
2006 en ári síðar byrjuðu
beinar makrílveiðar hér við
land.
Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegsráðherra hefur
ákveðið að heildarafli af makríl
verði tæplega 173 þúsund
tonn. Hlutfallsleg skipting á
milli flokka verður með sama
hætti og í fyrra.
Kvótinn 173
þúsund tonn
MAKRÍLL
Eyþór H. Ólafsson, forseti bæjar-
stjórnar Hveragerðis, segist mjög
óánægður með sveitarstjórn Ölfuss.
Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði á dög-
unum alfarið að verða við ósk Hvera-
gerðis um breytingu á landamörkum
sveitarfélaganna. Í því sambandi
segir Eyþór: „Það sem veldur mér
miklum vonbrigðum er að þeir vilja
ekki einu sinni ræða við okkur.“
Um er að ræða lítið svæði norðan
og austan Varmár, sem almennt
markar landamörk Ölfuss og Hvera-
gerðis, og upp að fjalli. Svæðið er að
mestu óbyggt en þar búa að mati
Eyþórs um 20 manns að hámarki.
Íbúar þar sækja þegar alla þjónustu
til Hveragerðis enda liggur svæðið
við kjarna Hveragerðis.
Svæðið er nú nokkurs konar úti-
vistarsvæði við Hveragerði og sæk-
ist bærinn nú eftir skipulagsvaldi
þar til þess að geta sinnt þar upp-
byggingu og þróun. „Það sem við
viljum geta gert er að viðhalda þessu
svæði, göngustígum og brúm yfir
ána og ýmislegt svona. Það eru hlut-
ir að gerast hjá okkur sem leiða til
þess að við viljum hafa skipulags-
valdið hér í okkar næsta nágrenni.“
Hveragerði Hluta landsins sem um ræðir má sjá á myndinni, afmarkaðan
með rauðri línu. Svæðið er óaðgengilegt nema í gegnum Hveragerði.
Veldur vonbrigðum
Bæjarstjórn Hveragerðis harmar
viljaleysi Ölfuss til viðræðna