Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015
✝ Guðríður Guð-brandsdóttir
fæddist á Spágils-
stöðum í Laxárdal í
Dölum 23. maí
1906. Hún lést á
dvalar- og
hjúkrunar-
heimilinu Grund
25. júní 2015.
Guðríður var
dóttir hjónanna
Guðbrands Jóns-
sonar, f. 1873, d. 1944, og Sigríð-
ar Margrétar Sigurbjörns-
dóttur, f. 1876, d. 1946.
Systkini Guðríðar voru Sig-
rún, f. 1900, d. 1968; Guðmund-
ur, f. 1901, d. 1933; Markús, f.
1902, d. 1966; Ása, f. 1903, d.
1972; Hinrik, f. 1905, d. 1940;
Jón, f. 1907, d. 1932; Kristmund-
ur, f. 1909, d. 1999; Guðrún, f.
1912, d. 2003; Sigurbjörn, f.
1913, d. 2000; Sigurður Guð-
brandsson, f. 1915, d. 1932.
Hinn 4. september 1932 gekk
Guðríður að eiga Þorstein Jó-
hannsson, f. 19.5. 1907, d. 23.7.
1985, skósmið og síðar versl-
unarmann. Foreldrar hans voru
Jóhann B. Jensson, hreppstjóri í
Haukadalshreppi í Dölum, og
kona hans, Halldóra Ólafsdóttir,
búsett á Hlíðarenda.
Dóttir Guðríðar og Þorsteins
var Gyða, f. 1942, d. 2000. Henn-
ar maður var Guðmundur Á.
Bjarnason, f. 1934, d. 2010. Börn
Sigurður Ingi; b) Valgeir Daði;
c) Birkir Atli.
Fósturdóttir var Halldóra
Kristjánsdóttir, f. 1931, d. 2013,
bróðurdóttir Þorsteins. Hennar
maður var Hannes Alfonsson f.
1927, d. 2005. Börn þeirra eru:
1) Alfons f. 1955. Maki Bonita
Louise Hannesson. Þeirra börn
eru: a) Norma Linna; b) Hannes
Godfrey. Sonur Alfons er c)
Ólafur Þór. Hann á eina dóttur.
2) Valgerður f. 1956. Maki Har-
aldur Helgason. Þeirra börn
eru: a) Theódór Sölvi. Maki
María Sigurlaug Jónsdóttir. Þau
eiga eina dóttur. b) Hulda. Dótt-
ir Valgerðar er c) Halldóra.
Maki Þórir Freyr Flosason.
Halldóra á fjögur börn. 3) Svan-
dís, f. 1960. Maki Elías Björn
Árnason. Fósturbörn þeirra eru:
a) Sólrún Ágústa Ingibjörg; b)
Torfi Friðrik. 4) Jóhanna
Benný, f. 1967. Maki Elfar Eiðs-
son. Synir þeirra eru: a) Sævar;
b) Daði Snær; c) Eiður Smári; d)
Birkir.
Guðríður og Þorsteinn settust
að í Búðardal en fluttu til
Reykjavíkur 1953. Guðríður tók
mikinn þátt í starfi Ungmenna-
félagsins Ólafs Pá í Dölum, eink-
um í leiksýningum. Þá tók hún
virkan þátt í starfsemi Breið-
firðingafélagsins í Reykjavík.
Guðríður var einn af stofn-
endum Íþróttafélags aldraðra
og var gerður heiðursfélagi
þeirra. Hún var mikil hann-
yrðakona og síðast en ekki síst
gædd frábæru minni allt til
hinstu stundar.
Guðríður verður jarðsungin
frá Grensáskirkju í dag, fimmtu-
daginn 2. júlí 2015, kl. 13.
þeirra eru: 1) Þor-
steinn, f. 1959.
Maki Björg Sigurð-
ardóttir, f. 1965, d.
2013. 2) Júlíana
Ósk, f. 1966. Maki
Ólafur Björn Heim-
isson. Þeirra börn
eru: a) Heimir
Bergmann; b) Gyða
Ósk. Synir Júlíönu
eru c) Sindri Þór; d)
Atli Freyr. 3) Guð-
munda Gyða, f. 1976; sambýlis-
maður Arnar Svansson. Börn
Guðmundu eru a) Dóróthea; b)
Darri Bergmann; c) Dísella.
Fóstursonur Guðríðar og
Þorsteins var Sigurður Mark-
ússon, f. 1929, d. 2011, sonur
Ásu, systur Guðríðar. Kona hans
er Ingiríður Árnadóttir, f. 1932.
Börn þeirra: 1) Hrafnhildur, f.
1952, d. 2002. Maki Antoníus
Svavarsson. Þeirra börn eru: a)
Inga Rós. Maki Hjörtur Smára-
son. Þau eiga fimm börn. b) Ása
Björk. Maki Sigurður T. Val-
geirsson. Þau eiga þrjú börn. c)
Bragi Þór. Maki Dagný Fjóla Jó-
hannesdóttir. Þau eiga einn son.
2) Guðríður Steinunn, f. 1956.
Dóttir hennar er Valdís Guðrún.
3) Guðbrandur, f. 1961. Maki
Rannveig Pálsdóttir. Þeirra
börn eru: a) Anna Katrín; b)
Ragna Kristín; c) Ingi Hrafn. 4)
Einar, f. 1963. Maki Elfa Lilja
Gísladóttir. Þeirra synir eru: a)
Elskuleg tengdamóðir mín er
látin, 109 ára að aldri. Guja
amma, eins og hún var jafnan
kölluð af sínu fólki, var yndisleg
kona, hafði gott skap og var
þakklát fyrir allt sem fyrir hana
var gert.
Ég man hve glæsileg hún var
er hún kom í heimsókn til okkar
fjölskyldunnar til Edinborgar
1960. Þar skartaði hún íslenska
þjóðbúningnum og gerði mikla
lukku í borginni.
Guja amma var mikil handa-
vinnukona, prjónaði og heklaði.
Eftir hana liggja tugir heklaðra
borðdúka í öllum stærðum og
gerðum, rúmteppi og myndir.
Þegar sjónin tók að daprast
styttu hljóðbækur henni stundir,
sem hún hlustaði á alla daga.
Guja amma elskaði þulur og
gat farið með þær blaðlaust nán-
ast til síðustu stundar. Henni
leið vel í Furugerði 1 þar sem
allir voru svo góðir og nærgætn-
ir við hana. Síðasta óskin hennar
var að hægt væri að hjálpa
henni svo hún kæmist aftur í
Furugerði.
Elsku Guja mín. Ég bið Guð
að varðveita þig um leið og ég
þakka þér fyrir langa samfylgd.
Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína,
er hrynjandi geislar skína.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást,
að hugir í gegnum dauðann sjást.
Vér hverfum og höldum víðar,
en hittumst þó aftur – síðar.
(Jóhannes úr Kötlum)
Inga Árnadóttir.
Komið er að kveðjustund. Það
er búið að vera okkur ómetan-
lega dýrmætt að fá að hafa
ömmu hjá okkur svona lengi.
109 ár er hár aldur og margt
sem drifið hefur á dagana.
Örugglega erfiðast að horfa á
eftir öllum sínum nánustu, for-
eldrum, systkinum, börnum,
tengdabörnum og barnabarni.
En amma var alltaf svo jákvæð
og þakklát. Enda sagði hún þeg-
ar spurt var hver væri lykillinn
að baki svona löngu lífi að það
væri að vera jákvæður. Alltaf
passaði hún upp á að þakka öll-
um fyrir það sem fyrir hana var
gert.
Þakka okkur fyrir komuna,
sjúkraflutningamönnum fyrir að
keyra hana og þeim sem sinntu
henni.
Fyrstu minningar mínar eru
af Sólvallagötu 16 en þar bjuggu
þau afi. Síðar fluttu þau í Aust-
urbrún 6 og 1978 fluttu þau svo í
Furugerði 1, fyrst í hjónaíbúð en
eftir að afi dó fór amma í ein-
staklingsíbúð. Þar leið henni alla
tíð vel og bjó þar alveg þangað
til hún fór í hvíldarinnlögn á
Grund í maí sl. Í Furugerði 1
hefur í gegnum árin verið ynd-
islegt starfsfólk, og er því þakk-
að af alhug fyrir ástúð og um-
hyggju sem þau sýndu ömmu
alla tíð.
Amma var mikil félagsvera og
í Furugerði tók hún vikan þátt í
handavinnu, félagsvist, leikfimi
og ýmsum skemmtunum. Það
þýddi því ekkert að heimsækja
ömmu fyrr en eftir klukkan fjög-
ur á daginn. Og oft var hún líka
niðri á kvöldin ef einhverjar
skemmtanir voru. Hún missti
mikið þegar sjónin fór og hún
hætti að geta spilað og gert
handavinnu.
En leikfimina stundaði hún
tvisvar í viku nema síðasta eitt
og hálft árið. En var samt dug-
leg að labba um gangana og
hreyfa sig. Síðustu árin hefur
hún stytt sér stundir við að
hlusta á hljóðbækur en verið
dugleg að mæta á þá atburði
sem hún gat fylgst með.
Undanfarin ár hef ég notið
þeirra forréttinda að fá að um-
gangast ömmu á nær hverjum
degi. Ófáar eru stökurnar og vís-
urnar sem hún kunni og fór með
fyrir okkur. Og minni hennar
var óbrigðult.
Sama hvort var ættfræði, eitt-
hvað sem gerðist í gamla daga
eða bara hvað ættingjarnir voru
að fást við. Hún fylgdist vel með
hvað allir voru að gera. Nokkr-
um sinnum fór ég með henni á
þorrablót, góugleði og aðrar
skemmtanir sem haldnar voru í
húsinu, síðast nú í febrúar. Var
hún stundum hissa á svörum
sumra þegar þær sögðust vera
orðnar of gamlar til að mæta á
svona skemmtanir, kannski 20-
30 árum yngri.
Amma var mjög sjálfstæð og
vildi ekki láta hafa mikið fyrir
sér, en þakklát fyrir allt sem
fyrir hana var gert.
Hún var mikil hannyrðakona
og eftir hana liggja ótal listaverk
í formi heklaðra dúka, rúmteppa
og mynda sem ættingjar hennar
eiga. Amma var stórkostleg
kona á allan hátt sem lét samt
lítið yfir sér. Það er stórt tóma-
rúm sem hefur skapast í daglega
rútínu þar sem ekki er lengur
kíkt til hennar eftir vinnu og um
helgar. Tómarúm sem verður
vandfyllt.
Hvíl í friði elsku amma.
Ó, Jesú, séu orðin þín
andláts síðasta huggun mín.
Sál minni verði þá sælan vís
með sjálfum þér í Paradís
(Passíusálmur 40, erindi 18)
Þín dótturdóttir,
Júlíana Ósk Guðmundsdóttir.
Guja amma var einstök kona
sem tókst á við lífið af æðruleysi
og með því að leggja traust sitt
á Guð. Hún átti langa og góða
ævi en hefur þó örugglega mátt
muna tímana tvenna. Hún sleit
barnsskónum á Spágilsstöðum í
Laxárdal vestur í Dölum en bjó
sér svo heimili í Búðardal með
Steina afa og börnum sínum.
Upp úr miðri síðustu öld flutti
hún til Reykjavíkur þar sem hún
bjó fyrst í Garðastræti og svo á
Sólvallagötu. Það var einmitt á
Sólvallagötunni sem við bræður
hittum Guju ömmu fyrst. Amma
var heimavinnandi en Steini afi
vann við verslunarstörf hjá
kaupmanninum á horninu. Það
var notalegt að koma í heimsókn
til hennar og margt forvitnilegt
fyrir unga drengi að skoða. Guja
hélt fast í þá góðu venju að láta
alla gesti skrifa í gestabók og
fengu öll börn að skrifa í bókina
um leið og þau gátu byrjað að
skrifa nafnið sitt.
Amma var annáluð hannyrða-
kona og var hún einstaklega ör-
lát á sitt fallega handverk. Þann-
ig eru á heimilum okkar fallegar
myndir, glæsileg rúmteppi og
ýmsir aðrir dýrgripir sem hún
hefur heklað og gefið okkur. Í
bernskuminningunni var það svo
fastur liður á hverjum jólum að
fá góða og hlýja ullarvettlinga
sem amma prjónaði og eintak af
Grimmsævintýrum í jólagjöf.
Amma átti sér þó aðrar og
leyndardómsfyllri hliðar. Hún
var berdreymin og sá ýmislegt
sem aðrir sáu ekki. Þetta fannst
okkur bræðrum spennandi og ef
okkur dreymdi minnisstæðan
draum var það óbrigðult ráð að
biðja ömmu um draumaráðn-
ingu. Á heimili hennar í Furu-
gerði þar sem hún bjó síðastliðin
40 ár voru myndir af öllum í fjöl-
skyldunni og greinilegt að hún
lagði mikla áherslu á að fylgjast
vel með því hvað hver og einn
var að gera á hverjum tíma.
Þrátt fyrir háan aldur var minn-
ið óbrigðult og mikill áhugi á
öllu því sem var að gerast.
Amma undi hag sínum vel í
Furugerði þar sem vel fór um
hana og hún fékk góða umönn-
un. Það er ómetanlegt að hafa
fengið tækifæri til að eiga sam-
leið með manneskju eins og
Guju ömmu sem er af þeirri
kynslóð sem ruddi veginn okkur
til hagsbóta, sem á eftir komu.
Hvíl í friði kæra amma.
Einar og Guðbrandur
Sigurðssynir.
Amma mín og nafna kvaddi
sitt jarðneska líf snemma morg-
uns á fallegum sumardegi, 109
ára gömul. Hún var þakklát fyr-
ir sinn háa aldur enda naut hún
þess að hafa óbrigðult minni allt
til hinstu stundar. Það var vel
hugsað um ömmu í hvíldarinn-
lögn á Grund, þar sem hún hafði
verið í rúman mánuð, og hún var
lengi vel að vonast til að komast
aftur í Furugerði. Þar hafði
heimili hennar verið allt frá
árinu 1978 og þar hafði henni
alltaf liðið einstaklega vel. Vil ég
þakka öllu starfsfólki í Furu-
gerði 1, fyrr og síðar, fyrir alla
alúð og stuðning við ömmu mína.
Á langri ævi sinni hefur
amma misst marga ástvini. Hún
hefur lifað það að nánast allir af
næstu kynslóð á eftir eru horfnir
af sjónarsviðinu.
Þegar hún var á þrítugsaldri
missti hún þrjá bræður sína á 14
mánuðum. Afi minn lést eftir
erfið veikindi fyrir þrjátíu árum.
Amma hugsaði einstaklega vel
um hann en náði að safna kröft-
um á ný og mér fannst hún
verða unglegri með hverju
árinu.
Amma hafði skemmtilega frá-
sagnargáfu þegar hún var að
segja frá lífinu og fólkinu sínu í
gamla daga og leiksýningum þar
sem hún lék oft aðalhlutverkin.
Hún sagði nýjar fréttir af öllum
í fjölskyldunni því hún fylgdist
með. „Ég þakka þér kærlega
fyrir komuna,“ sagði hún þegar
maður kvaddi og lagði áherslu á
orðið kærlega.
Amma og afi höfðu mikla
ánægju af ferðalögum; ferðuðust
mikið um landið frameftir öllum
aldri og gistu oft í tjöldum.
Tvisvar fóru þau til útlanda; með
Gullfossi 1960 til Edinborgar að
heimsækja okkur fjölskylduna
og til Noregs á áttunda áratugn-
um í mikla ævintýraferð. Ég á
því láni að fagna að hafa ferðast
með ömmu vestur í Dali í síðasta
skipti sem hún kom þangað fyrir
mörgum árum. Veðrið lék við
okkur og Breiðafjörðurinn
skartaði sínu fegursta. Amma og
afi tóku föður minn í fóstur
fimm eða sex ára gamlan. Höfðu
þau forgöngu um að senda hann
til náms við Verzlunarskóla Ís-
lands og má svo sannarlega
þakka fyrir það. Faðir minn
heitinn skráði niður fallegan sið,
sem Guja amma hafði. Á jóla-
nóttina var alltaf látið loga ljós í
hverju einasta herbergi í öllu
húsinu. Það var ekki rafmagn á
þessum tíma og þess vegna voru
þessi ljós á olíulömpum. Þegar
ekki voru jólin var yfirleitt bara
ljós í því herbergi þar sem fólkið
var, í það og það skiptið. Öll
önnur herbergi voru hulin
myrkri og þess vegna þótti föður
mínum þessi ljósagangur alveg
sérstaklega hátíðlegur. Honum
var alla tíð í minni hversu til-
komumikið það var að vakna á
jóladagsmorgni með ljós í öllu
húsinu.
Á kveðjustundu er ég þakklát
fyrir allt sem amma hefur skilið
eftir sig. Minningarnar eru
óendanlegar, allt frá því ég var
lítil stelpa að skottast á Sólvalla-
götu 16. Allt sem amma hefur
heklað fyrir okkur fjölskylduna
og aðra ber handbragði hennar
fagurt vitni.
Það er ómetanlegt að hafa að-
gang að myndbandsupptökum
með ömmu, bæði þar sem hún er
í viðtölum en líka þar sem hún
fer með heilu kvæðabálkana. Við
amma eigum sama afmælisdag
og það verður skrýtið að geta
ekki hringt í hana næst þegar
við eigum afmæli.
Guð veri með þér, elsku
amma mín.
Guðríður Steinunn.
Þótt hröð væri höndin,
var hjartað svo þreytt,
þitt hugprúða hjarta,
sem hyllti það eitt
að færa þær fórnir,
er fegurstar sjást,
og vaka og vinna
í von sinni og ást.
Hið mjúka milda vor
sín blóm á þig breiði
og blessi þín spor.
Sof, ástríka auga,
sof, yndisrödd þýð,
hvíl, hlýjasta hjarta,
hvíl, höndin svo blíð!
Það hverfur ei héðan,
sem helgast oss var:
vor brjóst eiga bústað,
– þú býrð alltaf þar.
Hið mjúka milda vor
sín blóm á þig breiði
og blessi þín spor.
(Jóhannes úr Kötlum)
Mig langar til að þakka lang-
ömmu minni fyrir allar þær dýr-
mætu stundir sem við höfum átt
saman. Mér þykir leiðinlegt að
geta ekki fylgt henni síðasta
spölinn en hugur minn er heima
á Íslandi. Guð blessi minningu
langömmu minnar.
Valdís Guðrún.
Guðríður
Guðbrandsdóttir
Á Garðaholtinu,
þar sem Álftanesið
rís hæst og er þó
varla byrjað, er dá-
lítill skógur, há
grenitré ásamt lægri trjám sem
njóta skjóls af þeim stærri. Skóg-
urinn er ekki ýkja mikill að lengd
eða breidd, en rís allt í einu, svo
hann setur afarskýran svip á
holtið. Þetta sjá þeir sem horfa
suður af Ægisíðu eða af Kársnes-
inu sunnanverðu. Þennan skóg
ræktuðu Sigurður Þorkelsson og
Kristín Gestsdóttir og fjölskylda
þeirra.
Við Siggi vorum náfrændur,
því amma hans og afi minn voru
hálfsystkin. Samgangur var mik-
ill milli Bjarneyjar og Þorkels á
Ránargötu 9a og míns fólks á
Sólvallagötu 6, með hámarki í
minni minningu í púkkspili um
jólin og kaffi eftir messu á páska-
dag. Þessi vinskapur hafði hald-
Sigurður
Þorkelsson
✝ Sigurður Þor-kelsson fæddist
1. maí 1930. Hann
lést 14. júní 2015.
Útför Sigurðar
var gerð 25. júní
2015.
ist eftir að afi minn
dó fyrir tilstilli
Kristínar ömmu
minnar og Bjarn-
eyjar Bjarnadóttur
á Ránargötunni,
systurdóttur afa og
móður Sigga. Rækt-
arlegt fólk heldur
þessum kynnum
ennþá við.
Ég var smáp-
jakkur, ekki 6 ára,
þegar ég kom fyrst á Garðaholtið
í fylgd með ábyrgari aðilum að
skoða spilduna sem Siggi á Rán-
argötunni hafði eignast. Þar var
talsvert grjót, næstum urð, en
lítill gróður. Helst sæmileg mo-
sató. Höfuðgersemin á staðnum
var byssuhreiður með skýli úr
veðraðri steinsteypu. Fljótséð
var að á holtinu mætti tína ber og
gista í skýlinu ef ekki væru
draugar. Varla yrði hægt að
gróðursetja mikið, því þetta var
óttalegur berangur. En Siggi við-
urkenndi ekki svoleiðis takmark-
anir og hóf að setja niður trjá-
plöntur af mikilli elju. Þá var
hann ungur og einn og svolítið
hlýtur þetta að hafa verið kald-
samt og einmanalegt á stundum.
En fyrr en varði brosti hamingj-
an við honum og hann varð tví-
einn þegar Kristín kom í spilið og
Jóhann og Fríða og Bjarney.
Innan skamms var komin fimm
manna fjölskylda á efri hæðina á
Ránargötu 9a.
Áfram óx skógurinn og áfram
uxu börnin og með árunum
byggðu þau Kristín bústað í
kringum stríðsminjarnar á holt-
inu. Hann stækkaði með áfram-
haldandi framkvæmdum og þeg-
ar fækka tók í kotinu, fluttu þau
hjónin suður á Garðaholt og
Siggi á Ránargötunni varð Siggi í
Grænagarði. Þar bjuggu þau í 15
ár og voru höfð í hávegum í sín-
um heimabæ. Matreiðslubækur
og pistlar Kristínar í Mogganum
voru þjóðkunn og nágrönnum
þeirra var ljóst hvílíka elju og
þrjósku þurfti til að rækta upp
holtið. Þessi ómögulegi skógur
varð þannig með helstu kenni-
leitum í Garðabæ og auk þess
þungamiðja í lífi fjölskyldunnar,
barna og barnabarna og hver
veit hvað. Hvaða krakki er ekki
til í að gista inni í miðjum skógi
og ofan á byssuhreiðri í þokka-
bót?
Missirinn var stór þegar
Kristín féll frá eftir alllöng veik-
indi árið 2006. Siggi stóð sig þó
eins og hetja, ótrúlega sjálfstæð-
ur og öflugur. Það var því auð-
veldara að börnin hans og barna-
börn héldu afar þétt utan um
hann. En tíminn nær okkur öll-
um, einungis misfljótt, og nú er
Siggi allur. Ég þakka stóra
frænda mínum fyrir hlýju og
handleiðslu þarna í fyrndinni og
sendi börnunum hans og barna-
börnum og öllum þeirra fjöl-
skyldum samúðarkveðjur. Megi
minningarnar ylja ykkur.
Markús Möller.
Siggi frændi eða Siggi á Rán-
argötunni eins og við köllum
hann hefur alltaf skipað sérstak-
an sess í fjölskyldu okkar og þá
sérstaklega hjá móður okkar en
hann leiddi hana til altaris þar
sem hún hafði ung að aldri misst
föður sinn.
Hann var alltaf einstaklega
ljúfur og góður og í hugum okkar
systkina markaði það alltaf upp-
haf jólanna þegar Siggi frændi
kom í heimsókn á aðfangadag en
þá kom hann færandi hendi með
jólagjöf handa ömmu og smarties
handa okkur börnunum.
Við eigum einnig ljúfar minn-
ingar frá glæsilegum veislum á
Ránargötunni þar sem fleiri kyn-
slóðir komu saman og áttu góðar
stundir.
Siggi var yndislegur maður og
um leið og við þökkum fyrir góð-
ar samverustundir sendum við
innilegar samúðarkveðjur til
Bjarneyjar, Fríðu, Jóhanns og
fjölskyldna.
Helene, Guðmundur,
Anita og fjölskyldur.