Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.07.2015, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 2015 ✝ Ragnheiður El-ín Jónsdóttir Clark Cramer fæddist á Kvía- bryggju í Eyr- arsveit 16. desem- ber 1926. Hún lést á sjúkrahúsi í Can- ton, Ohio 8. júní 2015. Foreldrar henn- ar voru Jón Ólafs- son og Hildur Sæ- mundsdóttir. Systkini Elínar eru Sigríður, f. 21. nóvember 1922, Kristfinnur, f. 19. maí 1924, d. 25. janúar 2007, Jó- hanna, f. 21. mars 1928. Sam- mæðra Svava Þórðardóttir, f. 13. maí 1930 og Málfríður Þórð- ín átti 12 barnabörn, 32 barna- barnabörn og fimm barnabarna- barnabörn. Elín flytur út til Ameríku ásamt manni sínum og börnum 1945, búa þau þar til 1954 er þau skildu, þá flutti Elín aftur til Ís- lands með börnin sín sex. Bjuggu þau í Keflavík og starf- aði Elín á herstöðinni á Kefla- víkurvelli á saumastofu og í þvottahúsi. Elín flytur aftur til Ameríku 1970 eftir að börnin höfðu verið að flytja út aftur eitt af öðru. 1981 giftist Elín Shel- don L. Cramer, f. 29. júlí 1922, d. 4. nóvember 2014, bjuggu þau saman í Hollywood, Maryland til æviloka. Elín starfaði á sauma- stofu í herstöð í nágrenni við heimilið og var einnig með saumastofu heimafyrir og vann ýmis önnur störf. Minningarathöfn um Elínu fór fram í Maryland 28. júní 2015. ardóttir, f. 15. nóv- ember 1933, d. 16. september 2014. Elín giftist Willi- am Howard Clark 29. júlí 1943. Börn þeirra: 1) Róbert Jón Clark, f. 21. júlí 1943, d. 13. júní 2002. 2) Jóhanna Guðrún Fortney, f. 3. janúar 1945. 3) Hilda Louise McMahon, f. 10. september 1946, d. 13. nóvember 2009. 4) William Howard Clark, f. 22. október 1947, d. 23. janúar 1970. 5) Edith Elín V. Spinner, f. 8. ágúst 1949. 6) James Edward Clark, f. 10. nóvember 1950. El- Okkur langar að minnast Ellu móðursystur og frænku í fáum orðum en margs er að minnast. Ella hafði gaman af að ferðast og kom reglulega heim til Íslands að heimsækja ættingja og vini á ferðalögum sínum og kom þá gjarnan færandi hendi með eitt- hvað gott og fallegt, það var alltaf eitthvað spennandi. Henni þótti gaman að versla og þá sérstak- lega fyrir litlu börnin í fjölskyld- unni, barnaföt og þess háttar. Það er óhætt að lýsa Ellu sem glaðlyndri, gjafmildri og glys- gjarnri konu sem naut þess að klæða sig upp og með glingur og hatt jafnvel. Það var gjarnan slegið upp matarveislu þegar fólkið kom saman hvort sem það var hér á Íslandi eða þegar við komum í heimsókn út til þeirra og var þá mikið talað um mat og uppskriftir og aðferðir. Það var alltaf gaman að koma saman og urðu samgöngur meiri eftir því sem árin liðu og samskipti okkar nánari með tímanum. Ella elskaði íslenskan mat, bakaði hún oft ís- lenskar pönnukökur og færði t.d. nágrönnum og kirkjunni rjóma- pönnukökur sem voru mjög vin- sælar. Ella var baráttukona sem þrátt fyrir ýmis áföll, basl og mótlæti á köflum og stóran barnahóp stóð sterk af sér erfiða tíma, hvetjandi, fylgin sér og hafði skoðanir. Við minnumst Ellu frænku okkar í Ameríku með hlýju og þakklæti, minningin lifir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Ástar- og saknaðarkveðjur. Marta og fjölskylda. Ragnheiður Elín Jóns- dóttir Clark Cramer ✝ Kristján K.Hall fæddist á Blönduósi þann 2. apríl 1935. Hann lést á deild 11G á Landspítalanum við Hringbraut að kvöldi 16. júní 2015. Foreldrar Krist- jáns eru Karl Theó- dór Kristjánsson Hall, f. á Blönduósi 3. júní 1911, d. 8. janúar 1945 og Klara Jakobsdóttir Hall, f. á Blönduósi 5. ágúst 1911, d. 7. febrúar 1997. Kristján átti eina systur, Jak- obínu Guðnýju Hall Iaguessa, f. 19. júní 1936, d. 6. mars 2010. Kristján kvæntist 26. október 1957 Eddu Konráðsdóttur, f. í Reykjavík 4. apríl 1939. Þau eignuðust 6 börn:1) Reynir Karl Kristján Hall, f. 3. febrúar 1978, maki Karen Edda Bergmann Benediktsdóttir, f. 1982. Kristján bjó fyrstu æviárin á Blönduósi, en flutti ungur að ár- um til Reykjavíkur með for- eldrum sínum og systur. Að lok- inni hefðbundinni grunnskólagöngu fór hann í Verzlunarskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan með versl- unarpróf. Kristján vann ýmis störf um ævina, starfaði mikið sem bíl- stjóri, bæði sem leigubílstjóri hjá Steindóri og eins sem sendi- herrabílstjóri hjá vesturþýska sendiráðinu í Reykjavík. Mest- alla starfsævi sína starfaði hann sem bókari, m.a. hjá álverinu í Straumsvík, var hjá Varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli í 14 ár og síðustu 15 starfsárin vann hann hjá Olíuverzlun Íslands. Hann lét af störfum hjá Olís árið 2003 vegna veikinda. Útför Kristjáns fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu. Hall, f. 4. janúar 1958, d. 17. febrúar 2014; 2) Íris Hall, f. 19. júlí 1961, henn- ar synir: a) Almar Örn Ívarsson, f. 1985 og b) Aron Örn Ívarsson, f. 1986, dóttir b1) Íris Ósk, f. 2010; 3) Arn- ar Hall, f. 5. júní 1966, hans synir: a) Jóhann Bjarki, f. 1992, b) Grétar, f. 1998 og c) Valgeir Þór, f. 2000; 4) Þyri Hall, f. 15. nóvember 1970, maki Eyþór Gunnarsson, f. 1960, þeirra börn: a) Haukur, f. 1992, b) Orri, f. 1994, c) Edda, f. 2000 og d) Erla, f. 2012; 5) Konráð Hall, f. 13. nóvember 1973, maki Rakel Jóhannsdóttir, f. 1977, þeirra börn: a) Flóki Kristján, f. 2004 og b) Hilda Lóa, f. 2010; 6) Elsku hjartans Kiddi minn. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Ástarþakkir fyrir allt. Þín Edda. Það er margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um hann pabba minn. Hann var mikið snyrtimenni, ár- risull og bar hag fjölskyldunnar ávallt fyrir brjósti. Hann var ein- staklega góður við barnabörnin og elskaði fátt meira en að fá þau í heimsókn, enda urðu þau ekki svikin af þeim heimsóknum; fengu að heyra missannar trölla- sögur, fóru yfirleitt heim með smáaur í vasa og nammi frá ömmu Eddu. Mínar fyrstu minn- ingar af pabba eru þegar hann var að gera við bíla úti á plani, í hvernig veðri sem var. Hann hafði einstakt dálæti á Citroën- bílum en þeir áttu það til að vera ansi bilanagjarnir, en það var engin fyrirstaða, þetta voru hinir mestu gæðagripir í augum pabba. Og ef það varð hraða- hindrun á vegi okkar var frekar bætt í hraðann og fjöðrunin reynd til hins ýtrasta, þetta gátu engir aðrir en Citroën. Á mínum yngri árum vann hann uppi á velli hjá hernum og sá staður var sveipaður miklum töfraljóma, ég gleymi því aldrei þegar ég fékk að fara með honum í vinnuna, lík- lega átta ára gamall. Þarna voru sælgætissjálfssalar, teiknimynd- ir í sjónvarpi um miðjan dag og þar hitti ég í fyrsta skipti þel- dökkan mann. Eftir fermingu út- vegaði hann mér mína fyrstu vinnu, og þá naut ég þess að vinna í sama fyrirtæki og hann í eitt sumar. Við pabbi fórum saman og keyptum minn fyrsta bíl og á 17 ára afmælisdaginn fékk ég bíl- prófið, þá var farið á rúntinn. Ég náði þó aðeins að keyra út botn- langann, en þá missti ég aftur- hjóladrifinn bílinn í tómt rugl í hálkunni og klessti á staur. Pabbi gat ekki leynt vonbrigðunum með þennan vonlausa árangur hjá mér, og næstu mánuðir voru markaðir af lélegri frammistöðu í umferðinni. Hann var samt alltaf til í að að- stoða mig og hjálpa en líklega hefði ég ekki átt að fá bílpróf fyrr en 25 ára. En þarna er pabba rétt lýst, hann þreyttist ekki á að taka upp hanskann fyrir okkur og síð- ar átti hann stóran þátt í því að bjarga mínum námsferli í menntaskóla með því að redda mér endurendurupptektarpróf- um í þeim fögum sem ég hafði tví- fallið í og var á góðri leið með að vera rekinn úr skólanum. Ég hef alltaf verið honum óendanlega þakklátur fyrir það. Pabbi var gríðarlega mikill græjukall. Hann var alltaf að pæla í nýjum sjónvörpum, heima- bíógræjum, tölvum og símum. Allt fram á síðasta dag var hann með iPhone-inn að spjalla við okkur systkinin á Facebook, taka við tölvupósti í símann, senda myndir af innkaupalistum, versla á netinu, nokkuð sem flestir um áttrætt vita ekki hvað er. Hann prentaði svo út nýjustu fjöl- skyldumyndirnar af Facebook og hengdi upp á ísskáp til að sýna mömmu. Ég vona að ég verði líka að spá í nýjustu tækni ef ég næ þessum aldri. Pabbi barðist hetjulega við krabbamein síðustu 12 árin og hann steig sterkur upp úr hverj- um veikindunum á fætur öðrum, þvílíkt hörkutól sem hann var í þessari baráttu. Að lokum hlaut þó að koma að því að hann léti undan. Hans dvöl á meðal okkar lauk á fallegu sum- arkvöldi, núna er hann kominn til hans Reynis okkar. Pabbi minn, afi Kiddi, takk fyrir allt og allt. Konráð Hall. Elsku pabbi okkar er dáinn. Þegar við sitjum hér og minn- umst pabba rifjast upp allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum með honum. Öll ferðalögin, fróðleikurinn um landið og sög- urnar. Hversu góður hann var, jákvæður og réttsýnn. Pabbi var mjög laghentur og leysti öll verkefni, stór og smá, af kostgæfni. Hann var mjög listrænn og teiknaði mikið á árum áður, einn- ig hafði hann gaman af að skraut- skrifa og liggja eftir hann ófáar biblíur, bækur og tækifæriskort sem hann tók að sér að skrifa inn í. Hann var ættfróður mjög og þótti gaman að því að fræða okk- ur systkinin um ættir okkar. Pabbi og mamma hafa eytt síð- ustu 60 árum saman, og eignuð- ust þau okkur systkinin 6. Elsti bróðir okkar lést í fyrra og var það okkur öllum erfiður tími. Tók það sérstaklega mikið á pabba þar sem hann lá inni á spítala á sama tíma. Barnabörnin eru orðin 12 auk langafabarns og voru þau honum öll undurkær. Afi Kiddi hafði ein- staklega gaman af því að segja krökkunum sögur og lauma að þeim ýmsu góðgæti og mátti vart á milli sjá hvort honum eða krökkunum fannst meira gaman. Pabbi hafði mikinn áhuga á fé- lagsstörfum alla tíð. Sem ungur maður var hann í skátunum, ferð- aðist með þeim innanlands og ut- an. Hann var formaður starfs- mannafélags Olís í nokkur ár og starfaði mikið í kringum AA- samtökin, m.a. stóð hann fyrir stofnun Grafarvogsdeildar sam- takanna. Pabbi barðist í mörg ár við krabbamein, átti góðan tíma á milli meðferða, svo góðan að oft voru veikindin ekki rædd í langan tíma. Alltaf var hann jafn bjartsýnn og leit á hverja lyfjameðferð sem verkefni sem þyrfti að leysa, og það gerði hann. Frá upphafi veik- inda pabba hefur Sigrún Reykdal læknir verið hans stoð og stytta og viljum við færa henni hug- heilar þakkir fyrir. Einnig viljum við þakka starfsfólkinu á blóð- meinadeild 11G á Landspítalan- um við Hringbraut fyrir einstaka umhyggju í garð pabba og okkar allra. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð- leg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem förum við um landið út og inn er fjársjóður okkar pabbi minn. Hvíl þú í friði, elsku pabbi okk- ar. Þínar dætur, Íris og Þyri. Kristján K. Hall Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KORMÁKUR KJARTANSSON loftskeytamaður, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum 26. júní. Útför hans verður frá Áskirkju föstudaginn 3. júlí kl. 13. . Hólmfríður Friðsteinsdóttir, Ingvi Þór Kormáksson, Dagrún Ársælsdóttir, Ársæll Þór Ingvason, Hólmfríður Sunna, Þórður Kormáksson. Ástkær sambýliskona mín, móðir, amma, systir og mágkona, GUÐLAUG ÁGÚSTA ÞORKELSDÓTTIR, Æsuborgum 14, Reykjavík, lést á heimili sínu 25. júní. Útför hennar verður frá Grafarvogskirkju föstudaginn 3. júlí kl. 13. . Hafsteinn Auðunn Hafsteinsson, Þorkell Þórður Pálsson, barnabarn, systkini og makar. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN MAGNÚSSON vélstjóri, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést sunnudaginn 21. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum sýnda samúð. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Áslaug Birna Einarsdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU MAGNÚSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 13G á Landspítalanum og HSS og Heimahjúkrunar HSS fyrir einstaka umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Þórður Bergmann Þórðarson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA ÞORGRÍMSDÓTTIR, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. júní, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 9. júlí kl. 13. . Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Hermannsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.