Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 53
sem Haukur hefði að nokkru svipaðan frásagnarauka væri hægr að telja
líklegt að öll frásögnin væri upprunnin úr þessu forna rit.33 Að mínum dómi
eru ályktanir Sveinbjarnar allnokkuð glannalegar í þessu máli. Hann segir
til dæmis fullum fetum um kristnu landnámsmennina: „Þeir eru komnir
inn í Landnámu úr gamalli Ólafs sögu.“34 Sjónarmið Sveinbjarnar litast af
þeim skilningi, sem hann hefur á gerðum Landnámu og tilraun hans til að
afmarka hinar svokölluðu sögugerðu gerðir Landnámu.
Frásagnaraukinn um Ásólf í Ólafs sögu hinni mestu er þó sannarlega
allrar athygli verður. Skyldleikinn við Sturlubók og Hauksbók jafnt gæti
hæglega bent til þess, að þar hafi sögusmiðurinn einmitt notast við tvær
gerðir Landnámu þ.e. Sturlubók og Styrmisbók Nú finnst sumum þetta
sjálfsagt glannaleg fullyrðing þar sem Styrmisbók lenti í glatkistunni á sínum
tíma. Orð Hauks Erlendssonar eru þó greinargóð og hann upplýsir að hann
notist við tvær gerðir af Landnámu þ.e. Sturlubók , sem enn er varðveitt og
svo hins vegar Styrmisbók og haíði úr hvorri sem framar greindi. Eins og
fyrr er rakið má benda á atriði sem víslega sýna fram á tengsl Styrmis við
heimildarmann af frásögnaraukanum af Ásólfi í Hauksbók. En frásögnin
eins og hún kemur fyrir í Ólafs sögunni gefur til kynna ákveðna þróun í
textanum, þ.e. honum hefur verið hagrætt í samræmi við menntun ritarans
og hugarfar.
Fjósakona, munkur og allsvaldandi guð
Nú er ekki hægt að segja að frásagnarauki Hauks sé alfarið samsvarandi þeim
sem finna má í Ólafs sögunni. En samt langar mig að gera því skóna að hér
hafi hinn fjölfróði og guðhræddi ritari Ólafs sögunnar brúkað Styrmisbók.35
Sameiginlegt með þessum frásögnum, er annars vegar opinberurnardraumur
eða draumar um hvar bein Ásólfs liggja, og svo hins vegar er talað um
kirkjuvið sem sóttur er til Noregs. I báðum textunum er talað um kvenmann
33 Sbr. Sveinbjörn Rafnsson 1974, bls.76-78, sömuleiðis,„Er þetta ein vísbending um að Styrmisbók
hafi verið sögugerð Landnáma og háð gamalli Ólafs sögu Tryggvasonar.“Sveinbjörn Rafnsson
2001, bls.72.
34 Sveinbjörn Rafnsson 2001, bls.72.
35 Óhætt er að fullyrða að sögusmiður Ólafs sögunna hefur verið menntaður og guðfræðilegur.
Judith Jesch bendir t.d. á „christianizing tendency" sögunnar og þá enn greinilegar í D-gerðunum.
Judith Jesch 1985, bls. 517-518.
51