Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 107

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 107
hundur, þá er Guðs börnum af honum skaðinn vís og jafnvel hans eigin börnum oftlega. Þótt að satan og hans vinir hati Guð mest og þá, sem eitt eru með honum, þá er hann þó í sjálfum sér sundurþykkur. Ekki elskast hans þjónustumenn lengi innbyrðis, þegar þar er að keppa um það, sem þeir hafa gjört sér að guðum. Svo sem Kristí þénarar eru viðkvæmir, nær þeirra höfuð er meitt, svo er og djöfullinn í sinni kynslóð (159). Höfðingi heims, títtnefndur satan, er sem flaðrandi en þjófgefinn hundur, segir sveitamaðurinn Jón Vídalín glottandi. I því sem fer hér á eftir verður dregið saman hvernig Vídalín lýsir hinum viðsjárverða rakka hins illa og hversu hættulegur hann er öllum guðsbörnum. Samhengi guðsímyndar Vídalínspostillu er hið altæka eða kosmíska stríð sem Guð á í gegn valdi hins illa, satans. Vídalín fylgir Marteini Lúther um djöfulstjáningar. Hvorugur taldi sig þess umkominn að skilgreina vald hins illa. Hvorugur taldi að vald satans væri jafnmikið valdi Guðs. Þeir aðhylltust því ekki frumspekilega tvíhyggju, þ.e. að til væru tvö jafnstæð máttarvöld. Báðir aðhylltust hins vegar siðferðilega tvíhyggju, að tvö völd tækjust á, annað gott og hitt vont. Satan er ekki skilgreindur hlutlaust og sem sjálfstætt afl, heldur túlkaður í ljósi þeirra árása sem hann gerir á guðsríkið. Vald satans er fyrst og fremst afvegaleitt vald Guðs og jafnframt afskræming þess valds (189, 231, 388, 624). Atferli satans felst í því að reyna að brengla hina góðu skikkan skaparans og þar með veikja vald Guðs. I niðurrifsstarfi sínu notar hann ára sína, herflokka sem eiga bandamenn í veikleika manna eða það sem Vídalín nefnir hold og blóð. Satan reynir að afvegaleiða menn frá réttu trúnaðar- og ástarsambandi við Guð. Þegar svo fer verður maðurinn þjónn satans. Samband manna við djöfulinn er fyrst og fremst hlýðnisamband þræls við húsbónda sinn, ekki samband ástvina (231). Mannsins er freistað daglega af óvininum. Hann er hvergi óhultur. Eins og Lúther lagði Vídalín áherslu á hinn innri mann og trúnað hans. í prédikun um hina tvo herra er þessi áhersla hvað skýrust. Þótt hugur mannsins sé hin dásamlegasta skepna verður honum ekki tvískipt. Djöfullinn vill ekki lúta Skaparanum og Guð getur ekki lotið heiminum og breyskleika hans. I baráttunni við Guð notar djöfullinn mammon, auðsóknina, til að knýja huga mannsins til þjónustu (624, 629). Þeir sem lúta peningagoðinu hafa þegar hafnað elskusambandi gagnvart Guði. Það eru drottinssvik og að lúta óvini himinsins. Vídalín fjallar ekki aðeins um einstaklinginn, innræti hans og tiltrú, 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.