Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 111
byrði syndanna, að þegar vér girnumst að lyfta oss upp í hæðirnar til þín,
þá draga vor eigin saurindi oss niður aftur. Þú hefur að sönnu fyrirgefið oss
margar syndir og sparað oss mitt í þeim allt á þennan dag, en vort hjarta
skelfur í oss og kvíðir við þínu stranga réttlæti, nær vér til þess hugsum, að
vér þverbrotnar manneskjur höfum svo langsamlega forsmáð þína miskunn-
semi og sjálfir ónýtt svo marga kvittun vorra synda, er vér þegið höfum, með
þverúðarsamlegri iðkun sömu glæpa og illgjörða. Hvert skulum vér þá flýja
undan þinni hendi? Þú uppfyllir bæði himin og jörð, en þín miskunnsemi
er eins stór og þú sjálfur. Hún hefur öllum þeim vel gefist, sem hennar með
bljúgu hjarta og sundur knosuðum anda leitað hafa.Lát einn glóandi
anda brenna upp allt sorp annarlegra þanka úr voru hjarta, sem er þitt must-
eri, svo þín orð fái rúm þar inni. Lát oss ekki heyra það svo í dag, að það
fordæmi oss á síðasta degi, heldur gef, að það verði eftirlæti sálna vorra. Lát
þess sætleika burt drífa allt tómlæti og gáleysi frá oss, svo vér varðveitum
það í góðu og siðsömu hjarta.Amen. (4)
I ljósi þessarar ákveðnu stórkonungsbænar er eðlilegt að búast við að
prédikunarefnið og hátignarræða sé keimlík í postillunni. Lúthersk guðfræði
hefur forðast frumspekilegar lýsingar á Guði og í þeim efnum er Jón Vídalín
engin undantekning, hann treystir sér ekki til að lýsa Guði nákvæmlega.
Vídalín telur enga möguleika á því að skoða Guð með augum hlutleysisins.
Aðeins augu trúarinnar sjá Guð. Engin opinberun hefur orðið á heild Guðs
svo takmarkaður maður geti skilið. Það eitt er skiljanlegt sem Guð hefur
valið að gera opinbert og það verður ekki metið án jákvæðrar afstöðu til
Guðs.
I Vídalínspostillu sem og öðrum predikunar- og guðfræðiritum fyrri
alda er Guði lýst sem ásýnd eða ásjónu sem snýr að mönnum. Guð verður
aðeins lifaður í tengslum við upplifanir í lífi og heimi. Guðsreynsla er tengd
lífsreynslu manna. Um Guð er talað í ljósi þeirrar skynjunar sem menn
hafa orðið fyrir. Að vísu ræðir Vídalín um Guð með hefðbundnu móti.
Hann aðhyllist helstu kenningar kirkjunnar, t.d. þrenningarkenninguna
og hefðbundna Kristsfræði. Sá Guð sem Vídalín trúir á og túlkar er Guð
himins og jarðar, sem allt vald ber. Hann stjórnar öllu og hvaðeina er
sköpun hans. Því skal hver skepna tilbiðja Guð.
Myndmálið um Guð er ríkulegt í postillunni og þjónar einkum því
markmiði að upphefja Guð, gera vald Guðs og hátign sem mesta gagnvart
mönnum. Sjónrænar lýsingar eru algengar. Guð býr í ljósi og er ljós (4,
273). Guði er einnig lýst sem eyðandi eldi, ógnarlegum sem og dýrlegum.
109