Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 52
svo vel til að enn eru til í Flateyjarbók,smáir articuli úr Ólafs sögu hans.
Jafnframt er vitað til að saga Styrmis hefur verið notuð óspart í öðrum gerð-
um Ólafs sögu.26 Eitt af þessum smáu articuli úr Ólafs sögunni er frásögnin
af skáldinu Sighvati, sem var seinlegur í æsku en braggaðist heldur betur
eftir að hafa etið fisk. Þess er að geta, að laxar og laxfiskar hverskonar voru
Irum hugstæðir og skipti miklu máli í þjóðtrú þeirra.27 Það að verða gáf-
aðri af fiskáti er einnig sérírsk sannindi enda er í þjóðsagnararfi þeirra talað
um vísdómslaxinn.28 írsk fræði hafa því verið Styrmi tiltæk og því meiri
líkindi að efni það, sem Haukur hefur framyfir Sturlubók sé einmitt frá
hinum fróða Styrmi komið. Þó Sveinbjörn Rafnsson væri sammála Helga
Guðmundssyni um keltneska ástríðu Hauks,29 var hann á því að megnið
af frásagnarauka Hauks um Ásólf mætti rekja til Styrmis og þar af leiðandi
var niðurstaða hans þessi: „Att det finns tungt vágande skál att anta att
legenden om Ásólfur funnits i Styrmisbók i en form nárstáende i H.“30
Undir þetta má taka en hins vegar finnst mér Sveinbjörn fara offari þegar
hann heldur því fram að helgisögnin um Ásólf „sannolikt hárstammar frán
Gunnlaugur Leifssons Ólafs saga Tryggvasonar.“31 Hér eins og víðar leggur
Sveinbjörn kapp á að tengja forna Ólafs sögu við hinar svokölluðu sögu-
gerðu Landnámur. I hans huga hefur þessi forna saga haft byltingarkennd
áhrif á einhverja forna gerð af Landnámu og raunar valdið umbreytingu
hennar.32 Vissulega má hér sjá athyglisverð atriði sem tengjast Ásólfi í Ólafs
sögu Tryggvasonar hinni meiri. Alþekkt er að ritstjóri samsteypugerðarinnar
um Ólafs sögu notfærði sér óspart Sturlubók, og svo gerir hann í fyrrihluta
frásagnarinnar og svo aftur undir lokin. I seinni hluta frásagnarinnar er
texti þar sem ekkert samsvarandi er hjá Sturlu. Sveinbjörn Rafnsson taldi
því einsýnt að þau atriði væru úr hinni fornu títtnefndu Ólafs sögu, og þar
26 Sjá hér um Sigurð Nordal 1914, bls.73.
27 Almqvist, Bo 1969, bls.25-26.
28 Almqvist.Bo 1969, bls.36. Vísar þar til Sophus Bugge sem fyrstur benti á þessa írsku tengingu í
frásögninni af Sighvati, Arkiv fór nordisk filologi 13(1897) bls.209-211; og Einar Ól. Sveinsson
Einar Ól. Sveinsson SkírnirX06(1932), bls.112. Sjá salmon of knowledge t.d. http://www.
celticfolklore.com
29 Hann gengur jafnvel svo langt að kalla Hauk „keltomanen“ Sveinbjörn Rafnsson 1974, bls.78.
30 Sveinbjörn Rafnsson 1974, bls.78.
31 Sveinbjörn Rafnsson 1974, bls.78.
32 Auður Ingvarsdóttir 2004, bls.109.
50