Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 45

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 45
Fyrstu kynslóðir kristinna manna hafa áreiðanlega átt í basli með að skilja hinn nýja sið og hafa haldið sínum fornfálega skilningi á tilverunni að einhverju leyti. En á þeim tíma, sem kristnin var „ung og vanger“, var margt skrifað og ekki allt í samræmi við „réttan“ skilning samkvæmt lærðustu guðfræðingum. Þó sjá megi merki um, að skipulega hafi verið unnið að því að uppfræða lýðinn, og nokkrir hugsjónamenn hafi kunnað með fræðin að fara, þá þá er óvarlegt að ætla að svo hafi verið um fjöldann. Eftir þvi sem kristnin hefur fest sig í sessi hefur rétttrúnaðurinn og hin kristna heimsmynd orðið mönnum tamari og velkristnir menn hafa fundið hvöt hjá sér til þess að betrumbæta skrif fyrirrennara sinna. Ýmsir fræðimenn hafa einmitt rekið augun í slíka þróun firá misskilningi og forneskjulegum leifum til upplýsts rétttrúnaðar.3 I sumum fornum textum koma fyrir atriði, sem gátu talist óheppileg og á skjön við „rétta kristni“ samtímans. Þeir sagnaritarar, sem hafa verið betur uppfræddir í kenningum kirkjunnar manna um trúna og inntak hennar, hafa því áreiðanlega hyllst til þess að fínpússa og betrumbæta texta fyrirrennara sinna. Þess konar leiðsögn hafa ýmsir fræðimenn notast við í aldursgreiningu á texta. I tveimur gerðum Jóns sögu helga er hægt að sjá mun, sem stafar víslega af auknum réttrúnaði. 4 Sláandi dæmi, sem útgefandinn Peter Foote nefnir, er í frásögn af hjónaböndum Jóns en þar er skotið inn í yngri textann, yfirmáta munkalegri klausu um meint hreinlífi Jóns, „ok er þat margra manna ætlan at hann hafi með hvárigri líkamliga flekkazk.“(Jóns saga, 191). Hér hefur ritarinn ljóslega verið undir áhrifum frá hugmyndafræði ríkjandi réttrúnaðar um einlífi presta og þannig reynt að bera í bætifláka fyrir heilagan Jón.5 Sömu sögu er að segja af óviðurkvæmilegum heiðnum leifum, sem vart verður við í Ólafs sögu helga og Anne Holtsmark veltir fyrir sér. Þar er gefið í skyn að Ölafur helgi hafi þegið nafn sitt og líf af rammheiðn- um haugbúa, Ólafi Geirstaðarálfi, og jafnvel verið álfurinn endurborinn. Anne Holtsmark ályktar þannig, að þessi hugmynd um „at kong Olav var 3 Peter Foote og Anna Holtsmark sjá umfjöllun hér á eftir. Með rétttrúnaði er átt við þær kenningar sem viðurkenndar voru sem réttar af hinni alþjóðlegu kirkju. 4 Peter Foote segir um þessa tilhneigingu yngri ritarans:„Hjá ritstjóranum kemur greinilega fram að athyglisverðar breytingar á viðhorfi hafa orðið á um það bil einni öld sem var í milli frumgerðar Jóns sögu og þeirrar sem L er fulltrúi fyrir.“Foote 2003, bls.ccxxvii. 5 Peter Foote 2003, bls. ccxxvii. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.