Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 76
og með áherslu á konungdæmi hans. Hann telur 4. bók Saltarans (S1 90-
106) vera þungamiðju sálmasafnsins og þar hvíli áherslan á Jahve einum
sem konungi í andstöðu við skipbrot Davíðssáttmálans sem birtist í bókum
I-III, og nær hámarki í S1 89. Þar segir í v. 39-42:
En nú hefur þú hafnaðþínum smurða,
útskúfað honum í reiði þinni.
Þú hefur riftað sáttmálanum við þjón þinn,
vanhelgað kórónu hans ogfleygt til jarðar.
Þú braust niður alla varnarmúra hans
og lagðir virki hans í rúst.
Allir vegfarendur rœna hann,
oggrannar hans hœða hann.
Eins og ég hef í öðru samhengi bent á er eðlilegt að líta svo á að hér sé verið
að lýsa falli Jerúsalemborgar 596 f. Kr. er konungdæmi Davíðsættar leið
undir lok og musterið í Jerúsalem, hinn konunglegi helgidómur, var jafnaður
við jörðu.14 Wilson telur mikilvægustu þáttaskilin vera við lok 89. sálms.15
I 4. bókinni eru hinir svokölluðu „Jahve-malak“ sálmar fyrirferðarmiklir
og draga vissulega athyglina að konungdæmi Jahve í stað konungdæmis
Davíðsættar. En þar eru stef úr Fimmbókaritinu (Mósebókum) og hefðir
tengdar Móse einnig fyrirferðarmiklar, eins og bent hefur verið á,16 og líklegt
er að yfirskrift 90. sálmsins tengist því en sá sálmur er sá eini sem hefur nafn
Móse í yfirskrift sinni. Hann leggur einnig áherslu á þá breytingu sem verður
14 Gunnlaugur A. Jónsson 2001: Islands þúsund ár. Sálmur 90 í sögu og samtíð. Ritröð
Guðfrœðistofnunar 15, s. 51
15 Eins og betur kemur fram hér að aftan eru ýmsir aðrir þeirrar skoðunar að mikilvægari þáttaskil
séu í og með 73. sálmi og vissulega gerir Wilson ekki lítið úr þeim umskiptum. Og nefna má að
Wilson hefur nefnt 73. sálm sem sinn uppáhaldssálm. í ritinu Interpreting the Psalms í ritstjórn
þeirra P. S. Johnston og D.G. Firth (2005) eru allir sextán höfúndar bókarinnar látnir svara því
hver sé þeirra uppáhaldssálmur. Þar svarar Wilson því til að S1 73 hafi um árabil verið í mestum
metum hjá honum. David G. Firth, annar ritstjóri bókarinnar, nefnir einnig þann sálm. Athygli
vekur að enginn fræðimannanna nefnir 23. sálminn sem hefur þó löngum notið langmestra
vinsælda meðal sálmaunnenda.
16 E. Zenger 2000: „The God of Israel’s Reign over the World. (Psalm 90-106),“ s. 161-190, sbr.
einnig Gunnlaugur A. Jónsson 2001: Islands púsund dr, s. 50.