Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 67
Heil vertu drottning dýrðar,
dóma vegur og blómi,
skjöldr vor, skjól gott aldar,
skærleikr, dygð og æra3
Uppnumning Maríu, eða himnaför var ein helsta hátíðin í kaþólskum sið,
haldin 15. ágúst. Hvergi er minnst á himnaför Maríu í Nýja testamentinu,
en frásagnirnar byggja á gömlum merg og voru umræðuefni lærðra manna
öldum saman. I elstu sögnunum, sem heyrðu til austurkirkjunni, átti María
ekki að hafa dáið, heldur verið uppnumin á meðan hún var enn á lífi.
Þessar hugmyndir áttu eftir að taka breytingum. Þar sem María var mennsk
hlaut hún að deyja, en var síðan uppnumin með önd og líkama. María var
numin upp til himna vegna hreinleika og sakleysis síns, en jafnframt var
uppnumningin hverjum kristnum manni áminning um eilíft líf að launum
fyrir guðrækilegt líferni. Upnumningin eða himnaförin var afar vinsælt
myndefni á fyrri öldum og þar sést María rísa upp til himins umkringd af
englum sem bera hana eða styðja. En þó að flestir tryðu á uppnumninguna
á miðöldum var hún ekki staðfest af páfa fyrr en 1950. En hvað ætli hafi
orðið til þess að festa þessa kenningu í sessi á miðöldum?
Elísabet hét nunna (1129-1165), kölluð Elísabet frá Schönau, kennd við
klaustrið sem hún dvaldist í frá barnsaldri. Klaustrið var tvískipt, þ.e. þar
var bæði munka- og nunnuhluti. Bróðir Elísabetar, Ekbert, gekk einnig í
klaustrið í Schönau og varð ábóti þar. Varðveittar eru allmargar frásagnir
af vitrunum sem hún fékk, einkum í veikindum sínum og sú þekktasta
segir frá himnaför Maríu guðsmóður. Ekbert skrifaði sýnir Elísabetar eftir
frásögn hennar sjálfrar og minnisblöðum, en síðar átti hún eftir að rata inn
í íslensk miðaldarit. Frásögn af vitrun hennar er varðveitt í tveimur gerðum
Guðmundar sögu Arasonar sem eru verk 14. aldar helgisagnaritaranna
Arngríms Brandssonar og, að því að talið er, Bergs Sokkasonar.4 Leið
frásagnar Elísabetar lá gegnum karllegan og klerklegan menntaheim frá því
að bróðir hennar gaf henni endanlegt form, þar til klerkur í Noregi skrifaði
3 Maríukver, 149.
4 Sú gerð Guðmundar sögu, sem eignuð hefur verið Bergi Sokkasyni, hefur enn ekki verið
prentuð.
65
L