Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 105
og sjálfsrannsókn manna.3 Jón Helgason biskup hélt fram í kirkjusögu
sinni að hin miklu skaut í kenningu Vídalíns væri skelfmg syndarinnar og
dýrð náðarinnar og því væri nauðsyn á afturhvarfi mannsins. Trúin hefði
verið aðalatriði fyrir Vídalín, en hann hefði ekki gert kenningu sem slíka að
höfuðmáli, heldur hvernig hún birtist í lífi manna.4 Þá taldi Jón Helgason
að kenning Vídalíns væri ekki kristsmiðlæg.
Sá eini sem ritað hefur heila bók um Vídalínspostillu er Arne Möller,
danskur fræðimaður. Hann fullyrti að trúarhugtak Vídalíns hafi fyrst og
fremst verið vitsmunalegt. Jón Vídalín hafi lagt áherslu á að menn ættu
að þekkja rétta útlistun boðorðanna. Þessi trúartúikun hafi leitt til þess að
Vídalín hafi fallið aftur til kaþólsku og prestaáherslu, með lögmálsskilningi
á sakramentum, skriftum, eiðum og iðrun.5 Samfara þessari trúartúlkun
hafi verið smásmuguleg iðrunaráhersla sem hafi birst í nákvæmum
siðferðisboðum, kirkju- og samfélags-lífi manna. Menn eigi að þekkja
nákvæmlega stærð synda sinna, og iðrun skuli vera í hlutfallssamhengi við
syndirnar. Túlkun Vídalíns á altarissakramenti og iðrunarferli undir vökulli
stjórn prests sé tengt siðferði. Möller komst að þeirri skoðun að í stað
trúar héldi Vídalín fram vitsmunalegri hlýðni og réttri kenningu. I stað
þroska manna komi hlýðniáhersla og rétt athöfn jafnvel á þeim sviðum
sem frelsi eigi að ríkja, t.d. í safnaðarlífi. Möller sagði að Vídalín sneiði hjá
raunverulegri trú og kirkjulífi, en hafni í lögmálshyggju á flestum sviðum.
Ahersla Jóns Vídalíns hafi ekki verið á trúarinnileika, heldur á rétta hegðun,
praxis pietatis. Safnaðarlíf verði því útundan. Þá sé kirkjutúlkun Vídalíns
á blindgötu. f stað trúar safnaðar sé öll áhersla á prestinn og stofnun
kirkjunnar.6
Þegar rit Arne Möller er skoðað og kannað hversu vel það rímar við
efni postillunnar læðist að sá grunur að Möller hafi mislesið ýmislegt. Af
bók Möller er ljóst að hann hafði einkum áhuga á hvaða rit Jón Vídalín
notaði við samningu postillunnar. Með því að greina ritabakgrunn eða
3 Páll Þorleifsson, „Meistari Jón og postillan,” XVIII-XXIX.
4 Jón Helgason, Kristnisaga íslands: Frd Öndverðu til Vorra Tima, II, Reykjavík: Félagsprentsmiðja,
1927, 222ff.
5 Sjá Arne Möller,/o« Vidalín oghanspostill en biografisk og 1 itterærkritisk undersogelse. Köbenhavn:
Gyldendalske Boghandel, 1928, 360íf.
6 Möller, 350-77, 377, 369.
103