Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 66
Þjófurinn slapp við refsingu og gekk síðan í klausrur í þakklætisskyni
fyrir lífgjöfina.
Ymsir fræðimenn telja að María mey eigi sér hliðstæður í eldri móð-
urgyðjum úr öðrum trúarbrögðum. Hafið og tunglið, sem stjórnar flóði
og fjöru, tengjast náið dýrkun slíkra gyðja. Nafn Maríu var jafnvel talið
dregið af mar, latneska heitinu á sjó. Hieronymos, einn hinna svonefndu
kirkjufeðra fornaldar, skýrði hebreskt nafn hennar, Mirjam, sem stilla maris,
sem merkir sjávardropi. En á tímum skrifaðra bóka áttu eftirritarar til að
breyta orðum, stundum viljandi en oft vegna mislesturs, og úr varð eitt af
fegurstu myndhvörfunum fyrir Maríu, stella maris, eða sjávarstjarna. Þannig
varð María að stjörnunni sem ekki vísaði einungis sjómönnum leiðina á hafi
úti, heldur öllum mönnum á lífsins vegi. í einu þeirra kvæða sem eignuð
eru Halli presti Ögmundarsyni, sem uppi var um 1500, ávarpar skáldið
sjávarstjörnuna með þessum hætti:
Sælust sjóvar stjarna
sæmdin Adams barna
eg vil þig göfga gjarna2
A meðan Maríukirkja var á þessum stað, þar sem nú stendur Strandarkirkja,
hefur mörgum örugglega verið hugsað til sjávarstjörnunnar. I trúarlífi og
daglegu lífi miðaldamanna var María ævinlega nálæg. Birtingarmyndir hennar
náðu yfir öll hlutverk kvenna nema eitt, hlutverk eiginkonunnar. Hún var
dóttirin, mærin og móðirin. Einnig var hún unnusta, ekki bara smiðsins
Jóseps, heldur varð hún líka í táknrænum skilningi unnusta og brúður kirkj-
unnar manna. Til eru margar skemmtilegar jarteinasögur frá miðöldum, þar
sem María birtist sem reið og afbrýðisöm ung stúlka, ef ungir menn hyggjast
víkja af vegi kirkjunnar, og svíkja hana þar með. Við uppnumninguna fær
María hlutverk drottningar. Þannig segir í Maríudrdpu, sem ort var á 14.
öld:
2 ísletizk miðaldakvœSi. Útg. Jón Helgason. Kaupmannahöfn 1936 - 1938. II, 64.
64