Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 65

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 65
Asdís Egilsdóttir Drottning dýrðar Strandarkirkju, á Maríudegi, 17. ágúst 2008 Strandarkirkja lætur lítið yfir sér en skipar stóran sess í hugum flestra Islendinga og margir hafa heitið á hana sér til hjálpar. Kunn er frásögnin um sjómennina í sjávarháska sem upphafsmenn áheitanna, en rætur þessara áheita kunna að liggja dýpra. Á miðöldum, meðan kaþólskur siður ríkti, gegndu áheit og jarteinir mik- ilvægu hlutverki í trúarlífi manna. Jarteinir voru merki um eilífa nálægð og þátttöku almættisins í daglegu lífi. Kraftaverkasögur fylgja sögum allra dýr- linga en á miðöldum voru Maríujarteinir stærsti flokkurinn. Algengt var að fyrstu jarteinir dýrlinga gerðust í nánd við graflr þeirra eða helga dóma, jarð- neskar leifar þeirra. En þar sem María var numin upp til himna, eins og síðar verður vikið að, þá varðveittust engar líkamsleifar hennar sem helgir dómar. Jarteinir hennar verða flestar við það að hún birtist fólki, eða er ákölluð, og nokkrar tengjast Maríumyndum eða líkneskjum sem komu þá í stað helgra dóma. Maríujarteinir eru fjölbreyttar að efni og margar þeirra eru skemmti- legar smásögur. Allar eiga það sammerkt að sýna fram á takmarkalausa mis- kunnsemi Maríu. Ein þeirra segir frá smáþjófnum Ebbo sem lifði á því sem hann stal frá degi til dags, en mundi samt eftir því að syngja sitt Maríuvers daglega. Að því kom að hann náðist og átti að hengja hann í refsingarskyni. Grípum niður í þessari gömlu jarteinasögu í þýðingu frá 13. öld: Þá gafst honum sú sýn að hin dýrlega drottning himins og jarðar kom til hans, frú sancta María, og tók höndum sínum undir iljar honum og lyfti honum upp svo að eigi náði snaran að renna að hálsi honum, og hékk hann svo tvo daga og á þriðja degi komu þeir menn, er Ebbo höfðu hengdan, þar sem hann hékk og sá að hann lifði og var kátur.1 1 Mariukver. Sögur og kvœði af heilagri guSsmóður frá fyrri tíð. Utg. Asdís Egilsdóttir, Gunnar Harðarson, Svanhildur Óskarsdóttir. Reykjavík 1996, 69. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.