Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 65
Asdís Egilsdóttir
Drottning dýrðar
Strandarkirkju, á Maríudegi, 17. ágúst 2008
Strandarkirkja lætur lítið yfir sér en skipar stóran sess í hugum flestra
Islendinga og margir hafa heitið á hana sér til hjálpar. Kunn er frásögnin
um sjómennina í sjávarháska sem upphafsmenn áheitanna, en rætur þessara
áheita kunna að liggja dýpra.
Á miðöldum, meðan kaþólskur siður ríkti, gegndu áheit og jarteinir mik-
ilvægu hlutverki í trúarlífi manna. Jarteinir voru merki um eilífa nálægð og
þátttöku almættisins í daglegu lífi. Kraftaverkasögur fylgja sögum allra dýr-
linga en á miðöldum voru Maríujarteinir stærsti flokkurinn. Algengt var að
fyrstu jarteinir dýrlinga gerðust í nánd við graflr þeirra eða helga dóma, jarð-
neskar leifar þeirra. En þar sem María var numin upp til himna, eins og síðar
verður vikið að, þá varðveittust engar líkamsleifar hennar sem helgir dómar.
Jarteinir hennar verða flestar við það að hún birtist fólki, eða er ákölluð, og
nokkrar tengjast Maríumyndum eða líkneskjum sem komu þá í stað helgra
dóma. Maríujarteinir eru fjölbreyttar að efni og margar þeirra eru skemmti-
legar smásögur. Allar eiga það sammerkt að sýna fram á takmarkalausa mis-
kunnsemi Maríu. Ein þeirra segir frá smáþjófnum Ebbo sem lifði á því sem
hann stal frá degi til dags, en mundi samt eftir því að syngja sitt Maríuvers
daglega. Að því kom að hann náðist og átti að hengja hann í refsingarskyni.
Grípum niður í þessari gömlu jarteinasögu í þýðingu frá 13. öld:
Þá gafst honum sú sýn að hin dýrlega drottning himins og jarðar kom til
hans, frú sancta María, og tók höndum sínum undir iljar honum og lyfti
honum upp svo að eigi náði snaran að renna að hálsi honum, og hékk hann
svo tvo daga og á þriðja degi komu þeir menn, er Ebbo höfðu hengdan, þar
sem hann hékk og sá að hann lifði og var kátur.1
1 Mariukver. Sögur og kvœði af heilagri guSsmóður frá fyrri tíð. Utg. Asdís Egilsdóttir, Gunnar
Harðarson, Svanhildur Óskarsdóttir. Reykjavík 1996, 69.
63