Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Blaðsíða 160
jafnvel þekkingarleysi um hana.27 Efrir sem áður er aðalatriðið það að orðið
„atheism” varðar þá afstöðu að trú á Guð er hafnað. Sjálfur orðar McGrath
þetta svona: „Hin óumbreytanlega undirstöðukenning guðleysis er sú að
enginn Guð sé til.“28
Hvort hægt sé að skilgreina guðleysi sem trúleysi er komið undir því
hvernig trúarhugtakið er skilgreint.29 Með því að nota þröngar innihalds-
eða hlutverkaskilgreiningar sem einskorða trú við trú á Guð er hægt að
segja að guðleysi sé trúleysi eða a.m.k. ein af birtingarmyndum þess. Slíkar
skilgreiningar á trúarhugtakinu eru hins vegar alls ekki almennt viðteknar
innan trúarbragðafræða enda geta þær verið mun víðtækari. Þannig ganga
víðar innihaldsskilgreiningar út frá því að afstaðan til trúaratriða á borð
við tilvist Guðs geti aldrei orðið annað en trúarleg þar sem ekki sé hægt að
segja neitt til um þau nema út frá trúarlegum forsendum. Þannig er höfnun
á tilvist Guðs og jafnvel líka efahyggja um hana ekki síður trúaratriði en
trú á hann. Og víðar hlutverkaskilgreiningar sem snúast fyrst og fremst
um það hlutverk sem trú og trúarbrögð gegna í mannlegu samfélagi og
tengja einstaklinginn við það ganga út frá því að trú á Guð sé aðeins ein af
fjölmörgum birtingarmyndum trúar og alls ekki forsenda hennar. Samkvæmt
þeim getur guðleysi hæglega flokkast sem trú og félög guðleysingja sem
trúfélög.30 En þótt hægt sé að skilgreina guðleysi sem trúleysi út frá harla
þröngri umdeildri skilgreiningu á trúarhugtakinu réttlætir það samt ekki
27 Sem dæmi um aðgreiningu milli guðleysis og efahyggju mætti nefna: Nielsen, Kai: Scepticism.
Macmillan. London. 1973. Bls. 3-5.; Humphrys, John: In God We Doubt. Confessions ofa Failed
Atheist. Hodder & Stoughton. London. 2007.
28 McGrath orðar þetta svona á ensku: „THE CORE, INCONTROVERTIBLE, FOUNDATIONAL
ASSUMPTION of atheism is that there is no God.“ (Bls. 54.) Feitletrunin er í frumtextanum. I
íslensku þýðingunni verður setningin hins vegar svona: „Undirstöðukenning vantrúar, sem ekki
verður frá henni skilin, er sú að enginn Guð sé til.“ (Bls. 57.) Það verður hins vegar að teljast
með öllu óskiljanlegt hvernig sú trú að enginn Guð sé til geti verið undirstöðukenning vantrúar.
Ber að skilja þetta þannig að vantrú einskorðist við höfnun á tilvist Guðs eða sé forsenda hennar?
Textinn verður ekki skiljanlegur fýrr en enska hugtakið „atheism" er þýtt sem „guðleysi“.
29 Nánari upplýsingar um mismunandi innihalds- og hlutverkaskilgreiningar má m.a. finna í
eftirtöldum ritum: Furseth, Inger & Pál Repstad: Innforing i religionssosiologi. Universitetsforlaget.
Oslo. 2003. Bls. 26-42.; McGuire, Meredith B.: Religion. The Social Context. Wadsworth
publishing Company. Belmont. 1992. Bls. 9-15.; Kunin, Seth D.: Religion. TheModern Theories.
Edinburgh University Press. Edinburgh. 2003. Bls. 73-99.
30 Melton, J. Gordon: Encyclopedia of American Religion. Gale. Detroit. 1996. Bls. 119-122, 545-
560.
158