Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 52

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2008, Side 52
svo vel til að enn eru til í Flateyjarbók,smáir articuli úr Ólafs sögu hans. Jafnframt er vitað til að saga Styrmis hefur verið notuð óspart í öðrum gerð- um Ólafs sögu.26 Eitt af þessum smáu articuli úr Ólafs sögunni er frásögnin af skáldinu Sighvati, sem var seinlegur í æsku en braggaðist heldur betur eftir að hafa etið fisk. Þess er að geta, að laxar og laxfiskar hverskonar voru Irum hugstæðir og skipti miklu máli í þjóðtrú þeirra.27 Það að verða gáf- aðri af fiskáti er einnig sérírsk sannindi enda er í þjóðsagnararfi þeirra talað um vísdómslaxinn.28 írsk fræði hafa því verið Styrmi tiltæk og því meiri líkindi að efni það, sem Haukur hefur framyfir Sturlubók sé einmitt frá hinum fróða Styrmi komið. Þó Sveinbjörn Rafnsson væri sammála Helga Guðmundssyni um keltneska ástríðu Hauks,29 var hann á því að megnið af frásagnarauka Hauks um Ásólf mætti rekja til Styrmis og þar af leiðandi var niðurstaða hans þessi: „Att det finns tungt vágande skál att anta att legenden om Ásólfur funnits i Styrmisbók i en form nárstáende i H.“30 Undir þetta má taka en hins vegar finnst mér Sveinbjörn fara offari þegar hann heldur því fram að helgisögnin um Ásólf „sannolikt hárstammar frán Gunnlaugur Leifssons Ólafs saga Tryggvasonar.“31 Hér eins og víðar leggur Sveinbjörn kapp á að tengja forna Ólafs sögu við hinar svokölluðu sögu- gerðu Landnámur. I hans huga hefur þessi forna saga haft byltingarkennd áhrif á einhverja forna gerð af Landnámu og raunar valdið umbreytingu hennar.32 Vissulega má hér sjá athyglisverð atriði sem tengjast Ásólfi í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni meiri. Alþekkt er að ritstjóri samsteypugerðarinnar um Ólafs sögu notfærði sér óspart Sturlubók, og svo gerir hann í fyrrihluta frásagnarinnar og svo aftur undir lokin. I seinni hluta frásagnarinnar er texti þar sem ekkert samsvarandi er hjá Sturlu. Sveinbjörn Rafnsson taldi því einsýnt að þau atriði væru úr hinni fornu títtnefndu Ólafs sögu, og þar 26 Sjá hér um Sigurð Nordal 1914, bls.73. 27 Almqvist, Bo 1969, bls.25-26. 28 Almqvist.Bo 1969, bls.36. Vísar þar til Sophus Bugge sem fyrstur benti á þessa írsku tengingu í frásögninni af Sighvati, Arkiv fór nordisk filologi 13(1897) bls.209-211; og Einar Ól. Sveinsson Einar Ól. Sveinsson SkírnirX06(1932), bls.112. Sjá salmon of knowledge t.d. http://www. celticfolklore.com 29 Hann gengur jafnvel svo langt að kalla Hauk „keltomanen“ Sveinbjörn Rafnsson 1974, bls.78. 30 Sveinbjörn Rafnsson 1974, bls.78. 31 Sveinbjörn Rafnsson 1974, bls.78. 32 Auður Ingvarsdóttir 2004, bls.109. 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.