Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 11
HALLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
YFIRHJÚKRUNARKONA
eftir MARGRÉTI MARGEIRSDÓTTUR
í SÖGU skagfirzkra heilbrigðis- og líknarmála ber nafn einnar
konu hátt og vekur virðingu og þakklæti í huga fjöldamargra Skag-
firðinga. Sú kona var Hallfríður Jónsdóttir, yfirhjúkrunarkona á Sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki. „Hallfríður á Spítalanum," var hún reyndar
oftast nefnd, og verður hennar nú getið í eftirfarandi línum.
Hallfríður fæddist hinn 20. maí árið 1893 að Auðnum í Sæmundar-
hlíð. Hún var Skagfirðingur langt í ættir fram, og var í frændgarði
hennar margt af greindu og dugmiklu fólki, sem hélt vel hlut sínum
í baráttunni við óblíð og erfið kjör. Foreldrar hennar voru þau hjónin
Jón Pálmason og Guðbjörg Sölvadóttir, sem bjuggu mestalla búskapar-
tíð sína í Auðnum. Jón, faðir Hallfríðar, var sonur Pálma Guðmunds-
sonar og konu hans Herdísar Jónsdóttur, er bjuggu á Bessastöðum í
Sæmundarhlíð og Glæsibæ í Staðarhreppi. Móðir Herdísar var dóttir
Sveins bónda á Veðramóti, Jónssonar. Guðmundur, faðir Pálma, bjó
á Hafragili í Laxárdal og var kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur bónda á
Kleif, Þorvaldssonar, prests í Hvammi, Jónssonar. Var Ingibjörg því
systir Sigurlaugar, er gift var Birni Björnssyni, meðhjálpara á Herjólfs-
stöðum, en þau voru tengdaforeldrar Gunnars hreppstjóra á Skíða-
stöðum. Samkvæmt Ætmm Skagfirðinga var Jón Pálmason í Auðnum
tíundi maður í beinan karllegg frá Jóni biskupi Arasyni.
Guðbjörg, móðir Hallfríðar, var dóttir Sölva Guðmundssonar hrepp-
stjóra í Skarði í Gönguskörðum og síðari konu hans, Guðrúnar Ólafs-
dóttur frá Bólstað í Steingrímsfirði. Eru miklar ættir komnar frá Sölva
í Skarði. Guðmundur faðir hans bjó á Hafragili og Skarði. Var hann
9