Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 12
SKAGFIRÐINGABÓK
Bjöinsson og albróðir Björns á Herjólfsstöðum, sem áður var nefndur,
og Halldórs bónda og smiðs á Sævarlandi. Kvæntur var Guðmundur
Guðrúnu Þorkelsdóttur bónda á Meyjarlandi, Þorkelssonar bónda i
Skatði.
Hallfríður ólst upp í Auðnum hjá foreldrum sínum. Einn bróður
átti hún, Hermann, sem nú er búsettur í Hafnarfirði, og hálf-
systur sammæðra, Ingibjörgu Jónsdóttur. Á hún heima í Reykjavík.
Uppeldi Hallfríðar og aðstæður munu varla hafa verið frábrugðnar
því, sem börn efnalítils bændafólks áttu að venjast á þeim árum.
Foreldrar hennar voru bæði grandvart greindarfólk og hafa eflaust
reynt að vanda uppeldi barna sinna sem bezt þau kunnu. Börnum þeirra
tíma var kennt að liggja ekki á liði sínu. Vinnan gekk fyrir öllu öðru,
enda var alltaf nóg að starfa. Bernskuskeið Hallfríðar var löngu runnið,
er sá tími gekk í garð á okkar landi, að stúlkur ættu þess kost að mennt-
ast til þess að geta valið úr mörgum starfsgreinum. Flestar urðu að
láta sér húsfreyjustarfið nægja með umsýslu bús og barna. Er ekki að
efa, að þetta einhæfa athafnasvið hafi sniðið margri hæfileikakonunni
þtöngan stakk. Enda þótt allt benti til þess, að Hallfríði myndi verða
sömu örlög sköpuð og flestum kynsystrum hennar, urðu þau atvik í
ævi hennar, að afburðahæfileikar á sérstöku sviði komu í ljós og
fengu að njóta sín.
Flestir þeir, sem voru að vaxa úr grasi á íslandi um síðustu aldamót,
fengu menntun sína í heimahúsum. Þó að slík heimafræðsla þyki ekki
fullnægjandi lengur, reyndist hún oft furðu haldgóð og því mörgum
drjúgt veganesti á lífsleiðinni. Hallfríður hlaut ekki heldur aðra upp-
fræðslu en þá, sem veitt var heima til fermingarundirbúnings. Hins
vegar hafði hún námsgáfur góðar. Hugur hennar hneigðist snemma til
bóka, og tókst henni að afla sér góðrar þekkingar á mörgum sviðum.
Hún eignaðist með tímanum gott og vandað bókasafn, sem við lát
hennar varð eign Sjúkrahússins á Sauðárkróki.
Þegar Hallfríður var 14 ára gömul, varð hún fyrir þeirri sorg að
missa föður sinn. Má nærri geta, hversu þungt áfall það hefur verið
fyrir fjölskylduna að sjá á bak fyrirvinnu heimilisins. Ekkjan hélt samt
áfram búskap, og næstu árin stóð fyrir búinu föðurbróðir Hallfríðar,
Jakob Pálmason, og studdi hann heimilið eftir föngum.
10