Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 14
SKAGFIRÐINGABÓK
Árið 1912, þá er Hallfríður var 19 ára að aldri, giftist hún sveimnga
sínum Þórarni Sigurjónssyni frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð. For-
eldrar hans voru Sigurjón Jónsson, bónda og hreppstjóra á Hóli í
Sæmundarhlíð, Jónssonar, og k. h. Björg Runólfsdóttir, bónda í
Meðalheimi á Ásum, Jónssonar. Sigurjón á Bessastöðum var albróðir
Jóns hreppstjóra á Hafsteinsstöðum.
Og nú lá leiðin úr foreldrahúsum og vesmr í Húnavatnssýslu. Ungu
hjónin hófu búskap að Sæunnarstöðum í Hallárdal í Austur-Húna-
vatnssýslu, en bjuggu þar þó aðeins í tvö ár eða til vorsins 1914.
Ekki kann undirrituð að greina frá, hvernig þeim vegnaði á þessum
fyrsm búskaparárum. Varla hefur verið úr miklu að spila, og trúlega
hefur Hallfríður saknað ættingja og æskustöðva. Víst er, að aftur lágu
sporin til Skagafjarðar. Flutmst þau fyrst að Geirmundarstöðum, þar
sem þau dvöldust í eitt ár, en síðan að Auðnum, bernskuheimili Hall-
fríðar, og þar bjuggu þau til vors 1920. Þaðan lá leiðin að Vík í Staðar-
hreppi, og var þar samastaður þeirra næstu tvö ár. Þar andaðist Guð-
björg, móðir Hallfríðar, árið 1920, en þangað hafði hún flutzt með
þeim hjónum.
Skömmu seinna dró til örlagaríkra breytinga í ævi Hallfríðar, því
að árið 1923 slitu þau hjón samvistir. Ekki varð umflúið að leysa heim-
ilið upp og koma börnunum í fósmr. Þau komust öll til fullorðinsára
og mönnuðust vel. Eru fimm þeirra á lífi, en elzta dóttirin, Sigríður,
sem var gift og búsett í Reykjavík, lézt fyrir nokkrum áram. Hin eru:
Sigurbjörg, gift Ragnari Bjarnasyni rafvirkja og búsett í Reykjavík,
Guðbjörg, gift Guðjóni Einarssyni frá Ási í Hegranesi, búsett á Sauð-
árkróki, Jón, vkm., einnig búsettur á Sauðárkróki, kvæntur Katrínu Jó-
elsdóttur frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, Ragnar Örn, trésmiður í
Reykjavík, kvæntur Hansínu Jónsdóttur frá Glaumbæ í Seyluhreppi, og
Þórhallur, rafvirki á Hvanneyri, sem kvænmr er Rögnu Hróbjarts-
dóttur frá Hamri í Hegranesi.
Það mun ávallt vera svo, að samvistarslit foreldra og barna eru
ekki sársaukalaus, enda þótt oft verði ekki annars kostur. Hallfríður
varð að velja þá leið, sem þúsundir mæðra við svipaðar aðstæður hafa
þurft að fara: að fela öðrum umsjá barna sinna. Hver og einn gemr
gert sér í hugarlund, að slík spor eru ekki stigin, án þess að þau skilji
12