Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 15
HALLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
eftir djúpa lífsreynslu. En Hallfríður mun ekki hafa borið hug sinn á
torg, hvorki í þessu efni né öðru. Það var og fjarri eðliskostum hennar
að láta bugast, þótt á móti blési.
Hallfríður fluttist nú til Sauðárkróks og hóf starf við sjúkrahúsið
þar. í fyrstunni mun hún hafa starfað við þvotta, en fljótlega var leitað
eftir aðstoð hennar til að vaka við beð deyjandi sjúklinga.
Á þessum árum var hinn alkunni læknir og mannvinur Jónas
Kristjánsson héraðslæknir Skagfirðinga. Glöggskyggni hans og mann-
þekkingu duldist ekki, að með Hallfríði bjuggu óvenjulegir hæfileikar
til hjúkrunarstarfa. Varð því úr, að hún var ráðin aðstoðarhjúkrun-
arkona. Um þessar mundir var yfirhjúkrunarkona systir María, útlend
að ætterni, en undir handleiðslu hennar og Jónasar læknis var Hall-
fríður svo fljót að tileinka sér grundvallaratriði hjúkrunarfræði, að við
brottför yfirhjúkrunarkonunnar fáum árum síðar tók hún við starfi
hennar. Það sæti skipaði hún til ársloka 1962, er hið nýja sjúkrahús
Skagfirðinga var tekið í notkun. Hallfríður tók þá við forstöðu elli-
deildar sjúkrahússins og gegndi því starfi fram á árið 1964, en varð þá
að hætta sökum vanheilsu.
Ollum er kunnugt, að hjúkrun sjúkra er erfið og viðurhlutamikil
og gerir strangar kröfur til margra mannkosta, auk nauðsynlegrar
leikni við margháttuð og vandasöm störf. Þó reynir fyrst verulega á,
þegar svo háttar til eins og var á þessum árum, að læknirinn þarf oft
að vera fjarverandi vegna sjúkravitjana úti um sveitir. Á yfirhjúkrun-
arkonunni hvíldi þá að veita sjúkrahúsinu forstöðu, taka margar af-
drifaríkar ákvarðanir og leysa úr ýmsum vanda, sem að höndum kunni
að bera.
Það sætir því furðu, að ólærð húsfreyja úr sveit skyldi geta tekizt
slíkt starf á hendur. Og enn meiri furðu gegnir, að hún skyldi rækja
starfið af slíkum glæsibrag, að lengi mun í minnum haft. Það munu
ekki ýkjur, að Skagfirðingar hafi litið á Hallfríði sem þá fyrirmynd,
er erfitt væri að jafnast við. Bar þar margt tiL Ósérplægni hennar var
einstök og alúð við starfið. Hún bjó á spítalanum og helgaði starfinu
alla krafta sína. Það var ekki oft, sem Hallfríður sást á ferli utan
spítalans, nema þá í hjúkrunarerindum. En þeim mun lengri var starfs-
dagur hennar innan veggja hans. Hún mun aldrei hafa hugsað um það,
13