Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 16
SKAGFIRÐING ABOK
hvort hún átti „vakt" eða ekki. Væri hennar þörf, var hún ávallt reiðu-
búin, hvort heldur var á nóttu eða degi. Þeim, sem þekktu hana að
störfum, verður hún ógleymanleg: þessi fríða og tígulega kona í hvíta
búningnum. Hún bar með sér alvöru og festu, en jafnframt öryggi og
mannúðlega hlýju, sem mörgum sjúklingnum var heilsugjafi. En Hall-
fríður var meira en góð og nærgætin hjúkrunarkona. Hún var holl-
vinur og ráðgjafi fjöldamargra bæjarbúa, einkum þeirra, sem um
sárt áttu að binda vegna vanheilsu eða annarra erfiðleika - eða töldust
lítilmagnar. Þeim var hún ávallt boðin og búin að hjálpa. Börnin ólust
upp við það að hlaupa til Hallfríðar, þegar á bjátaði. Þó datt víst
engum í hug að gera sér dælt við hana.
Það var því ekki að undra, þótt Skagfirðingum, einkum Sauðkræk-
ingum, þætti vænt um Halifríði. Þeir reyndu að sýna henni það á
ýmsa lund, framar öðru í lotningarblandinni virðingu og óskoruðu
trausti, en einnig með því að heiðra hana á merkisdögum hennar. Á
efri árum sæmdi bæjarstjórnin hana heiðursskjali og færði henni pen-
ingagjöf. Sá heiðurinn, sem Hallfríði sjálfri hefur þó líldega þótt vænzt
um, var að Kvenfélagasamband Skagafjarðar safnaði og lagði fram fé
sem notað var til að kosta byggingu einnar sjúkrastofu í nýja sjúkrahús-
inu. Átti sú stofa að vera þakklætisvottur skagfirzkra kvenna fyrir störf
Hallfríðar og bera nafn hennar. Hallfríður gaf sjúkrastofunni hins
vegar nafnið Auðnir.
Hallfríður var fríð kona og fyrirmannleg í fasi. Hún var hógvær
og yfirlætislaus og mun hafa verið fremur hlédræg að eðlisfari. Per-
sónuleiki hennar allur var traustur og heilsteyptur, og yfir henni hvíldi
jafnan sálarró og jafnvægi. Engu að síður mun hún hafa verið tilfinn-
ingarík og geðsterk kona. Hún hafði glögga og skýra dómgreind, og
réttsýn var hún í skoðunum. Þegar hún lét þær í ljós, hélt hún þeim
fram af festu, en gætti þó jafnan stillingar. Allajafna var hún hlýleg í
viðmóti, þótt undir hvíldi djúp alvara lífsreynslunnar. Hún var ein-
læglega trúuð kona, en flíkaði ekki trúarskoðunum sínum fremur en
öðru.
Vel sómdi Hallfríður sér í góðra vina hópi og gat þá verið glöð og
kát. Að eðlisfari hefur hún efkust verið félagslynd, en samt tók hún
aldrei mikinn þátt í félagslífi eða hafði afskipti af opinberum málum.
14