Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 18
NOKKRAR ÆSKUMINNINGAR
eftir JÓN SIGURÐSSON Á REYNISTAÐ
HlNN 13. marz síðastliðinn varð Jón Sigurðsson á Reynistað átt-
ræður. Þess var minnzt í blöðum, og vinir Jóns heima í héraði
fjölmennm að rausnargarði hans. Ritstjórn Skagfirðingabókar kaus að
minnast afmælisins með þeim hætti að fá til birtingar nokkrar æsku-
minningar Jóns, er hann færði í letur eigi alls fyrir löngu. Sú sjálfs-
lýsing, sem í þeim felst, er verðmætari heimild um nokkra helztu
eðliskosti Jóns á Reynistað en liklegt er, að dregin yrði hér fram af
öðrum, jafnvel þó í lengra máli væri. Má i leiðinni geta þess, að til
eru frá hendi Jóns dagbækur, sem spanna tímabilið 1904-13 og
geyma mjög glögga og hreinskilna frásögn af högum hans á því
árabili, jafnt andlegum stefnumiðum og viðfangsefnum sem daglegri
önn heima fyrir og í skólum innanlands og utan. Fjöldi annarra
sjálfsævisögulegra gagna er til í fórum hans, og er það vel, því Skag-
firðingum má vera aufúsa í, að skýr mynd varðveitist af svo merkum
héraðshöfðingja. H. P.
ÉG er fæddur á Reynistað í Skagafirði 13. marz 1888. For-
eldrar mínir höfðu reist þar bú „harða vorið" 1887. — Ekki var ég
sagður burðugur, var bæði lítill og magur og vó einar 8 merkur með
umbúðum, þ. e. klút o. fl. Þrátt fyrir það mun ég hafa dafnað allvel, en
var lengst af á uppvaxtarárum mínum smár vexti. Mér varð það sér-
staklega minnisstætt vegna þess, hve oft ég heyrði fólk segja við móður
mína: „Ósköp er drengurinn lítill." Var mér að þessu mikil skapraun.
Mér var sagt, að þrátt fyrir það hefði ég snemma verið léttur í hreyfing-
um og harðgjör og mesti fjörkálfur og áflogagepill. Ég var líka á þeim
árum svo bráðlyndur, að líkast var að skotið væri af byssu, er ég funaði
upp - og hleypti þá mjög brúnum. Man ég vel, að vinnufólk foreldra
minna sagði þá, að nú væru komnar á mig prófastsbrýr, en föðurfaðir
16