Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 21
NOKKRAR ÆSKUMINNINGAR
snúa við. Ég var þá kominn á fimmta ár. Hann var hár vexti og þrek-
inn, með mikið snjóhvítt hár og afar höfðinglegur. Hann reið þá rauð-
um hesti, mesta stólpagrip, sem var sagður mikill gæðingur. Afi and-
aðist vorið eftir úr innflúensu, sem þá gekk yfir. Ég var við jarðarför
hans með foreldrum mínum, en man óglöggt eftir því, sem þar gerðist,
nema mannfjöldanum við jarðarförina. Á eftir var erfisdrykkjan, sá
faðir minn um það fyrir hönd móður sinnar, að allir fengju veitingar,
er stóðu yfir moldum föður hans.
Það mun hafa verið að kvöldi dags vorið 1895, að barið var að
dyrum heima, sem ekki er í frásögur færandi. Ég hljóp til dyra, og stóðu
þá tveir menn fyrir dyrum úti með marga hesta. Þegar þeir höfðu
heilsað, spurði annar maðurinn: „Hvað heitir þú?" sem ég svaraði, en
hann hélt þá áfram: „Hvað heitir faðir þinn? Hver var faðir hans? Og
hver var hans faðir?" sem ég svaraði öllu viðstöðulaust, en strandaði á
næsm spurningu, er hann spurði mig, hvers son Hallur í Geldingaholti
hefði verið. Þótti mér það allillt, en það bætti nokkuð um, að mennirnir
sögðu, að ég hefði staðið mig vel. Þetta voru Sigurður Thoroddsen
verkfræðingur og Bjarni Jónsson frá Vogi, sem var aðstoðarmaður hans
og yfirheyrði mig. Þeir voru að athuga um vegarstæði frá Sauðáf-
króki fram Skagafjörð og báðust gistingar. Þetta var í fyrsta skipti,
sem ég var spurður um ætt mína. Varð það til þess, að ég fór til föður
míns strax um kvöldið og fékk hann til að segja mér ætt mína. Móðir
mín sagði mér síðar ýtarlega frá móðurætt sinni, Djúpadalsættinni.
Raunar hafði ég áður heyrt móður mína tala um hana, því hún var
bæði minnug og ættfróð, en ég hafði þá veitt því litla athygli. Yfir-
heyrsla Bjarna varð til þess, að ég fór að leggja á minnið sögu ætt-
manna minna, svo ég stæðist betur prófið, ef ég yrði yfirheyrður í
annað sinn. Síðan hefur smá aukizt við þennan ættfræðifróðleik, eftir
því sem árin hafa liðið og þó mest síðari árin. Þessi fræðigrein er líka
þannig, að hún hleður ósjálfrátt utan á sig og heillar þá, sem sökkva
sér niður í hana. Mér varð hugsað til þessa atviks, er við Bjarni frá
Vogi hittumst á alþingi tæpum 25 árum síðar.
Annað atvik er mér minnisstætt frá þessum árum. Það mun hafa verið
í sýslufundarvikunni 1897, að haldin var skemmtisamkoma á Sauðár-
19