Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 22
S KAGFIRÐINGABÓK
króki, sem mig minnir, að Hið skagfirzka kvenfélag, sem þá var ný-
stofnað, gengist fyrir. Fékk ég að fara þangað með foreldrum mínum.
Á skemmtiskránni voru nokkur skemmtiatriði, en aðeins einu þeirra
man ég ljóslega eftir enn í dag. Friðrik Stefánsson, fyrrverandi al-
þingismaður og bóndi á Skálá, sagði þar frá deilu þeirra Hafliða Más-
sonar og Þorgils Oddasonar. Friðrik hafði hvorki bók né blað til að
styðjast við, en frásögn hans var svo hnitmiðuð og lifandi og spurning-
ar og svör með þeim áherzlum, að allir fylgdu frásögninni af lifandi
áhuga, og dauðaþögn var um allan salinn frá upphafi til enda. Ég hafði
þá ekki lesið Sturlungu, en frásögn Friðriks opnaði mér nýjan heim.
Þegar ég hugsa um þetta og sé Friðrik í huganum standa þarna gráan
fyrir hærum og öldurmannlegan frammi fyrir tilheyrendum sínum, þá
finnst mér, að ég hafi haft þarna fyrir framan mig einn af sagnamönn-
um okkar á söguöld, er stóðu uppi á alþingi eða í höll Noregskonunga
og sögðu fornsögur okkar eftir minni, löngu áður en þær voru færðar
í letur. Friðrik var maður vel gefinn, prýðisvel máli farinn og stál-
minnugur, sögumaður mikill og ættfróður.
Þó ég væri einbirni og nyti mikils ástríkis af foreldrum mínum.
var ég alinn upp við strangan aga. Móðir mín var mjög blíðlvnd oe
mér ákaflega góð og vildi allt fyrir mig gera, einkabarnið sirt en
jafnframt nokkuð örlynd og refsaði mér, ef út af bar. Faðir minn var
skapmikill sem faðir hans og afi, en lífið hafði kennt honum að temja
svo skap sitt, að fæstir vissu, hvað inni fyrir bjó. Hann var mér góður
og mér þótti innilega vænt um hann eins og móður mína, en hafði
jafnframt nokkurn beyg af honum, svo það gat aldrei komið til mála,
að ég hefði t. d. á móti því, er hann sagði mér að gera. Hann refsaði
mér sjaldan, en þung ávítunarorð hans fundust mér stundum engu betri
en flenging. Stilling hans eða það jafnvægi hugans, er hann hafði tamið
sér í öllu sínu dagfari, veitti ró og öryggi, sem varð til þess, að ég dróst
enn meira að honum, eftir því sem árin liðu. Hann varð mér smám
saman fyrirmynd, sem ég reyndi að líkjast með því að temja mitt öra
skap.
Þegar ég man fyrst eftir mér, átti faðir minn hund, sem hét Týri.
Hann var íslenzkur í húð og hár, með sperrt eyru og mikið hringað
20