Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 24
SKAGFIRÐINGABÓK
skott, hvítur að lit með svart trýni og falleg greindarleg brún augu.
Þessi hundur varð mér snemma mjög fylgispakur, og eftir að börn
húsfólks, sem var á vegum foreldra minna, fluttu burt, var Týri í all-
mörg ár eini leikbróðir minn og félagi á heimilinu. Varð mjög kært
með okkur Týra, en því miður sótti ellin hann of snemma, að mér
fannst. Hann varð bæði heyrnardaufur og þungfær. Ég fékk því ráðið
að honum var ekki lógað, þó hann væri orðinn mjög lasburða. Ég
svaf þá einn í heldur lágu rúmi í svefnhúsi foreldra minna. Ævilok
Týra urðu á þá leið, að eina nóttina hafði honum tekizt að opna hurð-
ina og komast inn til okkar. Um morguninn, þegar foreldrar mínir
vöknuðu, lá Týri þversum í rúminu hjá mér til fóta og var örendur.
Ég tók honum gröf um morguninn, strax og ég var kominn á fæmr,
og mér vom tár í augum, er ég mokaði yfir hann.
Ég veit ekki, hvort það er vegna endurminninganna um þenna'
æskuvin minn eða af öðmm orsökum, að ég hef ávallt verið mikill
liundavinur. Á unglingsámnum kenndi ég hundum mínum að stökkva
á bak fyrir aftan mig, þegar yfir vatnsföll var að fara, svo þeir þyrfti
ekki að synda, einnig að hvíla sig á hestbaki með því að liggja fyrir
aftan hnakkinn eða þvert yfir bakið á lausum hesti, ef ekki var farið
mjög hart. Urðu þeir furðu fimir að halda sér þannig á hestbaki. Ef
Iangt var riðið og hart, sem mér hætti til, hvíldi ég seppa minn með
því að láta hann liggja á hnakkpúðanum fyrir aftan mig og brá hnakk-
ólunum utan yfir hann eins og hnakktösku, honum til stuðnings, svo
hann hrykki ekki af baki. Og enn í dag fagna hundarnir mér ákaflega,
er ég kem heim, og vilja ólmir fylgja mér, ef ég fer eitthvað.
Það kom sér líka vel, að hundarnir voru vinir mínir og mér fylgi-
spakir, því eitt af mínum fyrstu skylduverkum, strax og ég fór nokkuð
að geta, var að verja tún og engjar fyrir ágangi búfjár. Þá voru engar
girðingar, og gaddavír þekktist ekki hér á landi. Ásókn í tún og engjar
var gífurleg á vorin í gróandanum af hrossum og sauðfé og svo af kúm,
eftir að farið var að verja þeim túnið. Sumar af þessum skepnum voru
svo túnsæknar, að þær tolldu varla annars staðar en í túni eða engjum
og drógu annað fé með sér. Ég var því oft á sprettinum allan daginn
með litlum hvíldum að reka úr túni og engjum með seppa mínum.
Verst voru þau hross, sem ekki gengu undan hund'. Á þau notaði
22