Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 29
NOKKRAR ÆSKUMINNINGAR
því, að það yrði einhvern tíma manntak í drengnum þeirra Reynistaðar-
hjóna, hann hefði staðið við slátt á Reynistaðartúni, er aðrir hvíldu sig.
Þegar haustönnum var lokið og vetur genginn í garð, hófst lær-
dómstíminn. Kennari var aldrei tekinn á heimilið. Foreldrar mínir
skipm með sér verkum. Faðir minn kenndi mér lestur og reikning,
móðir mín skrift, kristinfræði og réttrimn. Ég var talinn sæmilegur
námsmaður, en enginn námshestur, átti erfitt með allan utanbókarlær-
dóm, sem kostaði mig mikla fyrirhöfn eða vinnu, þurfti venjulega
nokkurn tíma til yfirvegunar mála, en hugsaði þá allajafnan skýrt og
rökrétt, er niðurstaðan var fengin. Oft öfundaði ég þá, sem fljótir voru
að hugsa og skjótir til svars, en huggaði mig við, að betra var að segja
færra og geta staðið við það örugglega. Ég hafði einnig gott minni á
þau fræði, sem ég hafði áhuga á, og hefur það enzt mér vel. Sagt var,
að það sæti vel í mér, sem ég lærði.
Ég hef áður getið þess, að þegar frá eru talin fyrsm árin, var ég alla-
jafnan eina barnið á heimilinu í mörg ár. í sveitinni í kringum Reyni-
stað voru margir krakkar á mínum aldri. Komu þeir oft til kirkju á
Reynistað og alveg sérstaklega og reglulega, er barnaspurningar hófust
að vetrinum, venjulega upp úr áramómm. Það þótti okkur dásamlegur
tími og tækifærið að sjálfsögðu ekki látið ónotað. Eftir messu og
spurningar var farið í glímu og alls konar leiki fram undir kvöld. Var
ég þá oft orðinn bæði þreytmr og sveitmr, er hætt var.
Skauta eignaðist ég, er ég var á sjötta ári. Fékk faðir minn Jonas
bónda í Hróarsdal til að smíða þá, hann var þá talinn helzti skauta-
smiður hér um slóðir. Gáfu foreldrar mínir mér skautana með nýjum
ólum frá Ólafi söðlasmið. Var það mikil hátíð, er þeir voru settir upp
í fyrsta sinn. Eftir þetta fór skautum mjög fjölgandi hér í sveit, og
ekki leið á löngu, þar til flestir drengir höfðu eignazt skauta. Það var
því, er gott var veður og skautasvell, að drengirnir söfnuðust saman
á ísunum fyrir neðan Reynistað og Stóru-Gröf og fóru þar í alls konar
skautaleiki, smndum kvöld eftir kvöld. Var þá oft glatt á hjalla, og
margir þessara drengja urðu ágætir skautamenn.
Hér má geta þess, að foreldrar mínir höfðu í allmörg ár jólatrés-
skemmmn heima á Reynistað og buðu þangað öllum börnum úr sókn-
27