Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 30
S K AGFIRÐINGABOK
inni, sem þáSu þar veitingar. Var dansað kringum jólatréð og leikið
sér fram á kvöld. Var þetta aðalhátíð barnanna á þessum slóðum um og
fyrir aldamótin.
Voranna, sem ég var við sundnám við Steinsstaðalaug, 1898-1900,
minnist ég ennþá sem eins skemmtilegasta tímabils æskuára minna. Ég
hélt þá ávallt til á Steinsstöðum, hjá Daníel, fyrrverandi norðanpósti
Sigurðssyni, bónda þar, og konu hans Sigríði Sigurðardóttur frá Víði-
völlum, frændkonu móður minnar. Voru þau hjón góðvinir foreldra
minna. Var ég fyrst eina viku, en eftir það tvær vikur hvort sinn.
Kennari öll vorin var Valdimar Guðmundsson frá Ytra-Vallholti, síðar
bóndi í Vallanesi, ágætur sundkennari og einstakur kapps- og áhuga-
maður. Ég var tíu ára, er ég kom fyrst til náms, og var því í tölu yngstu
námssveinanna. Fyrsta vorið höfðum við tjald til að athafna okkur í,
og var þar kalt og óvistlegt, ef kalt var veður. Þarna var margt af
ágætum strákum við nám, aðallega úr framhluta héraðsins, sem héldu
uppi miklu fjöri og glaðværð. Minnisstæðastir úr þessum hóp verða
mér ávallt þeir Mælifellsbræður, synir séra Jóns Magnússonar, Þor-
steinn, síðar skáld og rithöfundur, og Magnús, síðar prófessor og
alþingismaður, Þorsteinn fyrir hægð sína og einstöku prúðmennsku
og Magnús fyrir sitt óviðjafnanlega æskufjör, glaðværð og léttleika,
sem kom öllum í gott skap. Mikið var glímt og leikið sér þessa daga,
miUi þess er verið var í sundlauginni. Fórum við Magnús þá í marga
bröndótta. Er við hitmmst á alþingi löngu síðar, rifjaðist upp gömul
vinátta, sem entist okkur til æviloka hans.
28