Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 31
FRÁ GÍSLA STERKA ÁRNASYNI
Á SKATASTÖÐUM
eftir BRYNJÓLF EIRÍKSSON
Brynjolfur Eiríksson fæddist á Skatastöðum í Austurdal 11. nóv-
ember 1872 og lézt á Akureyri 16. maí 1959. Foreldrar hans, Eiríkur
bóndi Eiríksson (1828-93) og kona hans, Hólmfríður Guðmunds-
dóttir (1830-1912), hófu búskap á Skatastöðum 1856 og bjuggu
þar lengi síðan. — Brynjólfur varð búfræðingur frá Hólum 1895 og
stundaði búskap og barnakennslu í Skagafirði nær óslitið til 1931, er
hann fluttist að Stokkahlöðum í Eyjafirði. Nyrðra gekk hann að
kennslustörfum sem fyrr og átti síðast heima á Akureyri.
Brynjólfur var hinn mesti greindar- og hæfileikamaður, einkum
var reikningsgáfu hans við brugðið. Hann var minnugur vel á liðna
atburði, en ritaði lítt niður sjálfur, það er hann mundi af fróðleiks-
efni. Undir ævilok Brynjólfs skráði Guðmundur L. Friðfinnsson á
Egilsá eftir honum ýmsar sagnir og hafði að uppistöðu í bók sinni,
Undir Ijóskerinu, 1967. Þar segir höfundur einnig nokkuð frá heim-
ildarmanni sínum.
Meðal þess efnis, er Guðmundur ritaði upp eftir Brynjólfi, voru
sagnir af Gísla sterka Arnasyni á Skatastöðum, Síðar, að líkindum
mest fyrir áeggjan Björns Egilssonar á Sveinsstöðum, skráði Brynj-
ólfur sjálfur endurminningar sínar um Gísla og fleira, er hann
kunni frá honum að segja. Lauk hann þeim þætti 10. apríl 1959,
þ. e. liðugum mánuði fyrir andlát sitt. Nokkru fyrr sama árið hafði
hann skrásett ýmsar æskuminningar sínar. Hvorttveggja fól hann
Birni á Sveinsstöðum til ráðstöfunar, en hann fékk aftur ritstjórn
Skagfirðingabókar Gíslaþátt til prentunar. Þótti sjálfsagt að koma
honum á framfæri við lesendur ritsins, þótt undan sé farin frásögn
Guðmundar á Egilsá, enda geymir þáttur Brynjólfs miklu rækilegri
lýsingu á Gísla en fram kemur í bók Guðmundar. Gísli var ömmu-
bróðir Brynjólfs (bróðir Margrétar Árnadóttur, konu Eiríks Jónssonar
29