Skagfirðingabók - 01.01.1968, Blaðsíða 32
SKAGFIRÐINGABÓK
í Héraðsdal, föðurafa Brynjólfs) og átti heima á Skatastöðum öll upp-
vaxtarár hans, svo engar líkur eru til, a'3 trúverðugri mynd af Gísla
verði dregin upp en gert er hér í þættinum.
Handrit Brynjólfs Eiríkssonar (frásögnin fyilir stílabók) ber vitni
mikilli snyrtimennsku; rithöndin er falleg, öll stafagerð og skriftar-
áferð raunar undraverð, er svo háaidraður maður á í hlut. A hinn
bóginn reyndist óhjákvæmilegt að breyta efnisskipun til þess að fella
betur saman, það er saman á. Er sennilegt, að höfundur hafi unnið
að þættinum í áföngum og efnisatriði séu í þeirri röð, sem þau rifj-
uðust upp. Þá eru og felidar niður úr þættinum smásagnir, sem litlu
auka við þá mynd, sem þar fæst af harðfengi og afli Gísla, annars
vegar af heimsókn hans í Héraðsdal, hins vegar af því, er hann fylgdi
mönnum tvívegis yfir Jökulsá. Sagnir þessar eru í bók Guðmundar.
Sömuieiðis er sleppt úr þættinum frásögn af hálfbræðrum Gísla,
þeim Guðmundi og Sigurði, þar sem hún feilur ekki sem bezt
að meginefninu. Til mótvægis er skotið inn í þáttinn stuttum við-
bótarfrásögnum af Gísla úr æskuminningum Brynjólfs, og sett er
neðanmáls iýsing á klæðaburði hans, tekin úr bók Guðmundar; hefur
hún orðið útundan, þegar Brynjólfur skráði þátt sinn.
í neðanmálsgreinum um barnsmæður Arna á Skatastöðum er
stuðzt við fróðleik frá Þormóði fræðimanni Sveinssyni.
H. P.
GÍSLi Árnason var fæddur 1802 á Sveinsstöðum í Tungusveit
í Lýtingsstaðahreppi. Fæðingardag hans man ég ekki.1 Foreldrar hans,
Árni Jónsson og Hallfríður Skúladóttir, bjuggu á Sveinsstöðum frá
1797 til 1807. Þaðan fluttust þau að Skatastöðum í Austurdal. Þá var
Gísli fimm ára. Eftir sjö ára búskap drukknaði Árni í Austari-Jökulsá.
Það var snemma vetrar, minnir mig, nokkru fyrir jól.2 Ég heyrði Gísla
segja frá þessu slysi og hvernig það vildi til. Árni átti erindi að Ábæ,
sem er austan við Jökulsá, nokkru framar en Skatastaðir. Er um hálf-
1 Gísli fæddist 24. sept. 1802.
2 Arni drukknaði 4. febr. 1814, „um ís í Austari-Jökulsá á Ytri-Eldhyl," segir
í kirkjubók.
30