Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 33
FRÁ GÍSLA STERKA ÁRNASYNI
tíma gangur milli bæjanna, ef skemmsta leiS er farin. ís var á ánni
ofan undan bænum. Þar fór Árni yfir ána og framan undan Stórhólum,
fram með ánni. Erindið var við Eirík bónda á Ábæ. Þeim hafði sinn-
azt, líldega út af einhverjum viðskipmm, sem endaði með því, að báðir
urðu reiðir, og þannig skildu þeir. Það var ís á Eldhyl, sem er út og
ofan undan Ábæ. Það er stytzta leiðin milli bæjanna, en munar þó litlu.
Þarna fór Árni út á ísinn, en það fór svo, að ísinn þoldi ekki þunga
hans, svo hann drukknaði. Gísli sagði, að faðir sinn hefði verið fífl-
djarfur á ís og oftast verið staflaus, en reyndi fyrir sér með fómnum,
og staflaus var hann í þetta skipti. Fjárhús var á Lambhúsbarðinu ofan
undan bænum, í því voru lömbin höfð. Var það eitt af verkum Árna að
hirða þau. Seint þetta sama kvöld fór Gísli ofan í lambhúsið til að
gefa lömbunum, og var að heyra á honum, að ekki hefði verið laust
við, að hræðsla hefði gripið sig, - hefur þótt undarlegt, að faðir hans
væri ekki kominn, og myndi ekki vita á neitt gott. Annars var Gísli
laus við myrkfælni. Hann sagði, að þessi draugatrú væri tóm vitleysa.
Gísli var sjötíu ára, þegar ég fæddist. Sennilega man ég lítið eða
ekkert eftir honum, fyrr en ég var fimm ára, en eftir það var ég oft
með honum, þegar hann var heima við.
Eg ætla að lýsa Gísla, eins og hann kom mér fyrir sjónir, þegar ég
fór að veita fólki athygli: Hann var með hærri mönnum, með alskegg,
fremur lítið, en efri vörina klippti hann, lét aldrei skegg vaxa á henni
sem hét. Hann átti lítil skæri, sem voru í leðurhulstri. Þau notaði hann
til að ldippa sig. Ekki virtist mér hann fríður, en myndarlegur áleit ég,
en pabbi sagði, að hann hefði þótt laglegur, þegar hann var ungur.
Hann var þykkur undir höndum, sívalur, bolurinn jafn, og lendasver
var hann. Hnykla hafði hann í brúnum, sem mér virtist benda á mikið
skap og ákveðinn vilja, enda var mér sagt, að enginn maður hefði
fengið hann til að láta af meiningu sinni. Ekki get ég sagt um háralit,
því hann var orðinn gráhærður, þegar ég man eftir honum. Greindur
var hann í bezta lagi, en sérvimr þótti hann. Allir karlmenn eða flestir
báru á ser tannstöngul, sem þeir höfðu til að drekka úr lækjum, þegar
þeir voru á gangi og voru þyrsdr. Gísli hafði tannstöngul í vinstri
vestisvasanum. Tannstöngullinn var úr álftarfjöður. í honum var sívöl
31