Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 34
SKAGFIRÐINGABÓK
spýta til að verja óhreinindum í hann. Engan sá ég með tannstöngul
þannig útbúinn.1
Mikla ánægju hafði Gísli af að tala um sterka menn. Þegar hann
heyrði talað um einhvern, sem hann kannaðist ekki við, spurði hann
ævinlega, hvort hann mundi vera sterkur. Ef sagt var, að ekki væri orð
á því gerandi, þá sagði hann: „Já, já," og dró við sig svarið. En ef sagt
var, að maðurinn væri heljarmenni, hló hann og sagði: „Mikil óvenja."
Honum fannst það fyrir öllu, að kraftar væru miklir, en það sagði hann
að væri haugalygi, að Grettir Ásmundarson hefði tekið upp bjargið á
Hiútafjarðarhálsi, sem kallað er Grettistak. Gísli sagði, að enginn
maður næði utan um það bjarg, og það gæti ekki átt sér stað, að nokkur
maður gæti tekið það upp.
Þegar ég man fyrst eftir Gísla, vann hann á vorin, en á sumrin var
hann við heyvinnu. Að vísu gekk hann ekki að slætti, en samt sló hann
skorninga á grundinni utan við túnið, sem skildir voru eftir óslegnir,
þegar grundin var slegin. í skorningum þessum, sem voru djúpir, var
hávaxinn puntur, en lítið af smágresi. Skorninga þessa sló Gísli, og
hefði sumum þótt hann vanda sláttinn óþarflega mikið. Hann var við
heyþurrk og samantekningu á töðunni og bar upp bólstra. Að öðru
hvoru fór hann upp á bólstrana og tróð þá með hnjánum. Það hef ég
engan mann séð gera annan en Gísla. Hann mændi bólstrana vel og
gekk vel frá þeim. Hann var vandvirkur við allt, sem hann gerði.
Einu sinni man ég, að hann bar upp hey úti á Skuggabjörgum. Flest
fólkið mun hafa verið út frá og ég þar með talinn. Eg hef víst verið
reiddur út eftir, en ég var orðinn rólfær. Ekki man ég eftir neinum
sérstaklega nema Gísla. Heytóftin var niðurgrafin og lágt upp á vegg-
ina að utan. Þegar heyið var komið lítið eitt upp fyrir veggi, datt mér
í hug, að gaman væri að koma upp í heyið. Af því veggurinn var svo
1 „Hversdagsbúningur Gísla var peysa sauðlituð, lokubuxur úr vaðmáli og
prjónuð skotthúfa á höfði. Hallaðist skottið að jafnaði nokkuð út í annan
vangann. í sumarhitum mun hann þó hafa lagt af sér lokubuxurnar og verið
á brókinni einni saman, eins og þá var títt.
Viðhafnarklæði Gísla voru stutttreyja, dökk, er aðeins náði niður í mitti,
og lokubuxur samlitar, en pípuhatmr á höfði, barðastór og flamr kollurinn."
(Undir ljóskerinu, bls. 25).
32