Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 35
FRÁ GÍSLA STERKA ÁRNASYNI
lágur, komst ég upp á hann og alla leið upp í heyið. En viðtökurnar
þóttu mér ekki góðar, því karl sló með flötum lófa á vangann á mér,
svo ég valt eins og köggull ofan af heyinu og tóftarveggnum, en ekki
meiddi ég mig. Ekki réði ég til uppgöngu á Orminn langa í annað sinn.
Gísli átti margt fé, þegar ég man fyrst eftir, bæði ær og sauði. Eitt-
hvað af hrossum hafði hann átt, en ekki man ég eftir þeim. Hann var
sjötugur, þegar ég fæddist, eins og áður getur, og sjö eða átta árum
seinna afhenti hann pabba allar sínar kindur.1
Gísla þótti ósköp vænt um sauði sína. Og einu sinni var mér sagt,
að hann hefði haft þá að minnsta kosti einn vetur á Skuggabjörgum.
Þennan vetur, sem hann hafði sauðina á Skuggabjörgum, tapaði hann
12 sauðum seinni part vetrarins, löngu fyrir þann tíma, sem fé var
sleppt, en á þeim tímum var sleppt snemma og sauðum sleppt fyrr en
ám. Skammt fyrir sunnan Sneiðingana er hóll, sem heitir Einbúi. Hann
er skammt fyrir ofan veginn. Sunnan við hólinn liggja svellbunkar á
vetrum. Stundum nær svellbunkinn alveg upp að fjalli, og verður þá að
reka féð fyrir ofan bunkann alla leið niður að á. Er þarna mikil hætta
fyrir skepnur. Gísli hélt, að sauðirnir hefðu farið út á bunkann, hrapað
og lent í Jökulsá og drepizt allir. Svo var fé sleppt, löngu seinna en
sauðirnir töpuðust, og var þá búið að leita mikið að þeim. Þá var vinnu-
maður á Skatastöðum, sem hirti ær á selinu um veturinn. Hann hét
Jón og var Hannesson. Nokkru eftir að fé var sleppt, fór Jón að vitja
um féð, vita hvort nokkuð fyndist dautt. Á þeim árum gerði pestin
mörgum bóndanum skaða. Svo glettist nú tófan við féð. Ég man, að
einu sinni var komið heim með svarta á dýrbitna. Snoppan var numin
sundur. Mig hryllti við þeirri sjón. Auðvitað varð að aflífa ána.
Þá er að segja frá Jóni. Hann kom ekki heim fyrr en um kvöldið.
Þá var hann búin að ganga fram á Keldudal og Jökuldal. Það er langur
gangur. Fram að Símonarklifi var talinn fjögurra tíma gangur frá
Skatastöðum, en þangað nær heimalandið. Þá eru dalirnir eftir. Mig
minnir að sé tveggja tíma gangur frá Keldudalsá, sem er spölkorn fyrir
sunnan Símonarldif, að Pallaklifi, sem er nærri fremst á Jökuldal, en
1 Gísli kvæntist aldrei né eignaðist afkoxnendur, og var hann próventumaður
á Skatastöðum síðusm æviárin.
S
33