Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 36
SKAGFIRÐINGABÓK
Keldudalur er styttri. Þegar Jón var setztur að heima, segir Gísli við
hann: „Ekki vænti ég, að þú hafir séð sauði mína?" Jón lét hann skilja
á sér, að það væri ekki óhugsandi, að hann hefði orðið var við þá. Þá
stóð karl upp og gekk fram, en kom fljótlega inn aftur og fékk Jóni
spesíu, sem jafngilti 4 krónum. Sauðirnir voru frammi á Pallaklifi.
Þeir hafa farið upp á fjall frá Skuggabjörgum, fram Ása og komið niður
á Keldudal.
Þegar ég man fyrst eftir, fór allt fólkið úr bænum í selið nema
Gísli. Hann var heima og varði túnið fyrir ágangi hrossa og kinda.
Fyrsta gagn, sem ég gerði í selinu, var að fara með mat handa honum.
Eg hef víst ekki verið eldri en á sjöunda árinu, þegar ég byrjaði á
þessum ferðum milli sels og bæjar. Það sem ég fór með var flóuð mjólk
í kút, ekki man ég hvað hann tók mikið, og flatkökur, smér og mjólkur-
ostur. Skyr hafði karl eins og hann vildi heima, eftir að farið var að
flytja það úr selinu. Skyr og flóuð mjólk var matur, sem karl vildi
helzt á hverjum degi árið um kring. Aðra mjólk en flóaða notaði hann
ekki, nýmjólk fannst honum standa í sér. Gísli gerði mér ævinlega
eitthvað gott. Stundum gaf hann mér flóaða mjólk kalda. Ekki var ég
hrifinn af þeim góðgerðum, því köld, flóuð mjólk þótti mér slæm.
Stundum gaf hann mér hangiketsbita og magálsbita. Það þótti mér
góður mamr.
Ég held, að Gísli hafi verið kominn um áttrætt, þegar hann hætti að
vinna úti. Allur áburður, sem borinn var á túnin, var barinn með
klárum, en ef ný mykja var borin á á vorin, var það vont verk og
illmögulegt, þegar mykjan var orðin grjóthörð. Þá barði Gísli hlössin
fyrst með pál, sat hann þá flötum beinum. Síðan tóku aðrir við, þegar
hann var hættur. Hann bar af túninu, þegar búið var að hreinsa, var ég
þá oft með honum. Á haustin gerði Gísli í kringum heyin og bar grjót
á þau. Honum var annt um heyin og vildi ekki, að skepnur rifi þau
niður.
Hjálmar bóndi í Bakkakoti kom einu sinni nauti fyrir um sumar á
Skatastöðum. Boli var þrevetur, en sagður meinlaus. Hann var hafður
í kúnum um sumarið. En óþjáll þótti hann á kvöldin, þegar átti að
láta kýrnar inn. Þá glettist boli við bólstrana, þegar hann gat komið
því við. Þerta hefur Gísla ekki líkað vel. Einn morgun, þegar fólkið
34