Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 37
FRÁ GÍSLA STERKA ÁRNASYNI
kom á fætur, lá Gísli sofandi í rúmi sínu, en það var ekki vani hans að
fara seinna á fætur en aðrir. Þegar stúlkur komu í fjósið, var boli
horfinn. Gísli hafði þá farið á fætur, þegar allir voru sofnaðir kvöldið
áður, tekið bola og farið með hann út og upp á Sneiðinga og út á fjall
og sleppt honum þar. Um morguninn, þegar komið var á fætur í Bakka-
koti, var boli kominn heim, og leit út fyrir, að hann hefði orðið fyrir
harðhnjóskulegri meðferð. Hjálmar þóttist vita, af hvers völdum boli
væri kominn heim og var Gísla reiður. Um haustið var brúðkaups-
veizla haldin á Ábæ. Ekki man ég, hver brúðhjónin voru. f þessari
veizlu hittust þeir Hjálmar og Gísli. Þá varð þeim sundurorða út af
bola, og óx það orð af orði, þangað til þeir ætluðu að fljúgast á, en það
var gengið á milli þeirra, svo ekki varð úr því. En Gísli seildist yfir
axlirnar á þeim í miili stóðu og náði í brjóst Hjálmars og kippti í,
svo allir hnappar úr vestinu hrundu niður á gólfið. Báðir voru þeir
hreifir af víni, því ævinlega var nóg af því í veizlum.
Það var siður Gísla að fara fyrstur allra á fætur á vemrna og gá til
veðurs, var hann þá aðeins í nærfötunum og berfættur, gekk þá út og
suður um hlaðið. Það var sama, hvað mikið frost var, en líklega hefur
hann ekki farið svoleiðis klæddur út í hríð.
Gísli var vínhneigður framan af ævinni, en lítið bar á því á seinni
árum, en alltaf þótti honum gaman að smakka það. Eg man, að hann
fékk sér flösku öðru hvoru, en þá vildi hann hafa einhvern til að
drekka með sér, og varð Sveinn bróðir ævinlega til þess, eftir að ég man
eftir Gísla. Þá sungu þeir og kváðu. Einni vísu man ég eftir, sem oft
var kveðin. Hún er svona:
Hristi breiða hjörinn sinn
herinn reiður Jóma;
barðann eyðir annað sinn
öld á heiði lóma.
Þessi vísa var úr Jómsvíkingarímum.1
1 Ur „Rímum af Jómsvíkingasögu" eftir Sigurð Breiðfjörð, frumpr. 1836
(vísan er úr 11. rímu).
35