Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 38
SKAGFIRÐINGABÓK
Gísli hafði lítil hljóð, en lagleg. Þegar lesmr voru húslestrar, voru
sálmarnir sungnir. Þá söng flest af fólkinu, en stundum mun söngurinn
ekki hafa verið góður. Pabbi og Sveinn voru góðir söngmenn. Fyrst
þegar ég man eftir, var Gísli einn af þeim sem söng, en hann sá ekki
á bók. Mér var sagt, að hann hefði kunnað alla Passíusálmana, en upp-
höfin á sumum mundi hann ekki. Betur kunni hann við að halda á bók
á meðan hann söng. Einu sinni voru honum fengnar Andrarímur. Þegar
búið var að syngja, spurði hann að, hvaða bók það hefði verið, sem hann
hélt á. Honum var sagt það, og hló hann þá. Þegar farið var að syngja
nýju lögin, varð Gísli reiður og hætti að syngja. Hann vildi ekki breyt-
ingar.
Gísli var dálítið hagmæltur. Einhver séra Sveinbjörn, mig minnir
að hann ætti heima einhvers staðar fyrir sunnan, gaf út bækling um
bindindi. Hann sagði, að allir drykkjumenn færu til helvítis, þegar
hérvistardögum væri lokið. Ekki geðjaðist Gísla að þessari kenningu.
Hann orti skammabrag um prest. Ekki man ég nema tvær vísur úr
honum:
Vín ef drekka virðar meir,
vitnar Sveinbjörn prestur,
harðan ekka hljóti þeir,
háðung enga brestur.
Kristur sneri vatni í vín,
virða þar með sæmir,
gerði það af gæzku sín,
til glötunar ei dæmir.
Einu sinni fóru allir piltar á Skatastöðum nema Gísli kaupstaðar-
ferð norður á Akureyri. Heima voru börn þeirra Jóhannesar og
Margrétar,1 ömmu minnar, Árni og Arnfríður. Þau voru komin mikið
til léttis, en Gísla þótti þau slá slöku við vinnuna og gerði þá þessa
vísu:
1 Þau Margrét Arnadóttir og Jóhannes Jónsson, seinni maður hennar, hófu
búskap á Skatastöðum 1835 og bjuggu þar um tuttugu ár.
36