Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 39
FRÁ GÍSLA STERKA ÁRNASYNI
Árni og Fríða eiga að bíða á meðan,
þar til ríða þegnar heim,
þá er tíð að skrifta þeim.
Margrét svaraði:
Árni og Fríða, börnin blíð,
bæta lýðum trega,
heima bíða þæg og þýð,
þjóna prýðilega.
Margrét var sögð listahagyrðingur.
Gísli var mjög þrifinn með sig, en samt þvoði hann sér sjaldan. A
þeim árum, sem ég ólst upp, var lús á flestum heimilum. Kerlingar
sögðu mér, að enginn gæti lifað lúsalaus. Þær sögðu, að þær kæmu út
úr skrokknum á manni. Ég er viss um, að Gísli hefur ekki trúað
þessu, því mér var sagt, að aldrei hefði sézt lús á honum, nema ef ein-
hver svaf hjá honum, en oftast skreið þá lús á hann. Þá varð Gísli fok-
reiður. Ég man eftir, að það gisti maður, sem var látinn sofa hjá honum.
Maður þessi fór snemma morguninn eftir. Þá sagði Gísli, að lús hefði
skriðið og bað að leita í nærfötunum. Það fundust tvær lýs og þótti
víst ekki umtalsvert.
Gísli átti tvo hálfbræður, Guðmund og Sigurð. Þeir áttu sína móður-
ina hvor, en allir voru þeir samfeðra. Guðmundur var elzmr, en
Sigurður yngstur.1 Guðmundur ólst upp á Skatastöðum. Ég heyrði
Gísla segja frá því, að þeir hefðu báðir gengið á Skatastaðasel einn
vetur, þá var Gísli fyrir innan fermingu, en Guðmundur var þrem árum
eldri. Gísli sagði, að þeim hefði oft verið kalt, og sagðist hafa viljað
fljúgast á sér til hita, en Guðmundur hafi hrundið honum frá sér og
engin áflog viljað. Gísli varð afrenndur að afli og Sigurður líka. Guð-
1 Guðmundur íæddist 28. ágúst 1801, og var móðir hans Ingibjörg Aradóttir,
ógift vinnukona á Sveinsstöðum. Móðir Sigurðar, sem var fæddur 27. júlí 1808,
var Sigríður Kjartansdóttir, síðar kona Þórðar bónda Jónssonar á Breið. Hún
var eyfirzkrar ættar, dóttir Kjartans bónda á Kolgrímastöðum, Þorsteinssonar.
37