Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 40
SKAGFIRÐINGABÓK
mundur var sagður sterkur, en ekki eins og hinir bræðurnir. Ekki sagð-
ist Gísla vita, hvor þeirra hefði verið sterkari, Sigurður bróðir hans eða
hann, þeir hefðu aldrei tekizt á. Hann sagði, að þeir hefðu einu sinni
farið í krók, en hann sagðist hafa dregið hann. Gísli sagðist hafa dregið
flesta með litlafingri, þó þeir hefðu haft löngutöng.
Til marks um afl Gísla ætla ég að segja eftirfarandi: Það fór einu
sinni um vor fólk frá Skatastöðum til Goðdalakirkju. Það var Margrét
amma mín og Jóhannes, seinni maður hennar, Gísli og fleiri. Gísli var
gangandi, en fékk hross lánað yfir ána. Þegar komið var frá kirkjunni,
hafði áin vaxið og var á miðjar síður. Vaðið var tæpt, en kaststrengur
fyrir neðan. Þau systkinin riðu samhliða, en Gísli reiddi barn. Þegar
komið var út í miðja ána, þar sem dýpst var, skall áin undir fótaskörina,
svo söðullinn snaraðist og Margrét fór af hestinum, en hvorttveggja
fór ofan í strenginn. Mig minnir, að Margrét yrði ekki laus við hestinn.
Gísli gat ekkert aðhafzt, fyrr en yfir ána kom og hann var laus við
barnið. Þá sleit hann af sér leðurskóna og hljóp ofan með ánni og út í
hana, þegar hann var kominn hæfilega langt, en þegar hann náði í Mar-
grétu, skvettist yfir axlirnar á honum, er hann laut áfram til að ná góðu
taki. Þá tók hann hana og bar á handlegg sér til lands, en teymdi hest-
inn með hinni hendinni. Margrét var sögð 18 fjórðungar,1 og eitt-
hvað hefur hún þyngzt, rennandi blaut upp úr ánni. — Einu sinni var
Gísli spurður að, svo ég heyrði, hvort ekki hefði verið illt að standa í
ánni, þegar hann bjargaði Margrétu. Hann var að borða úr askinum
sínum, leit upp og sagði: „Áin var skrattans þung á." Annað blótsyrði
heyrðist sjaldan til Gísla. Fáir hefðu leikið þetta eftir, enda til þess
tekið, og þótti það ganga kraftaverki næst.
Á Bústöðum átti stúlka heima, sem hét Sigríður. Hún varð fyrir
þvf áfalli að hrapa á svellbunka og meiða sig mikið í höfði. Af þeim
afleiðingum varð hún hálfgeggjuð, það sem hún átti eftir ólifað, er
voru mörg ár. Einn vetur kom hún í Skatastaði og bað um fylgd yfir
ána. Hún ætlaði út að Merkigili. Á þeim tímum höfðu fáir hesta á
járnum, og á Skatastöðum var enginn hestur á járnum. Þá var ekki um
annað að gera en vaða ána, því þá var enginn kláfur á henni. Það varð
1 fjórðungur: 10 pund.
38