Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 42
SKAGFIRÐINGABÓK
upp á búðarborðið. Ekki vildi kaupmaðurinn það, hefur ef til verið
búinn að heyra, að Gísli væri orðinn sterkur, þó ungur væri. Ekki þótti
hann góður sjómaður, var sagður lélegur ræðari; hann hafði ekki gott
lag á árinni, enda var hann sagður ólagvirkur.
Ekki var Gísli gamall, þegar hann langaði til að verða sterkur. Eg
heyrði hann segja frá því, að Ásmundur Ólafsson, vinnumaður Árna á
Skatastöðum, og hann hefðu farið eitt vor fram á Skatastaðamýrar að
vitja um fé. Þá var Gísli tíu ára. Á mýrunum voru þrjú fen, sem kindur
drápu sig oft í. Þessi fen voru uppi undir fjalli. Yztakróksfen var yzt
á mýrunum, svo Miðkróksfen og fremst Fremstakróksfen. Þeir fundu
sauð dauðan í Yztakróksfeninu. Ásmundur dró sauðinn upp úr því.
Það þótti Gísla mikið þrekvirki og spurði Ásmund, hvort hann héldi,
að hann yrði nokkurn tíma svo mikill maður, að hann gæti þetta. „Já,
ég held það og miklu meira," sagði Ásmundur. Gísli sagði, að sér
hefði ekki þótt eins vænt um nokkurt svar eins og það.
Fleiri börn átti Árni á Skatastöðum fram hjá konu sinni en þá
bræður Guðmund og Sigurð, sem fyrr voru nefndir. Að minnsta kosti
voru það tvær, ef ekki þrjár dæmr. Nafn á einni þeirra man ég. Hún
hét Sigríður, var gift Guðmundi Jónssyni. Sigríður var skrifuð Ás-
mundsdóttir,1 en sögð laundóttir Árna. Sigríður og Guðmundur bjuggu
á Steinsstöðum í Tungusveit og víðar. Það var sagt, að Gísli hefði
gefið systur sinni á hverju hausti eitthvað og sagt, að hún myndi vera
skyld sumum á Skatastöðum.
Þau Steinsstaðahjón áttu mörg börn og voru fátæk. Þrjá syni þeirra
heyrði ég nefnda: Jónas, Árna og Lárus. Það var orð á því gert, að þau
væru einföld. Einu sinni var Sveinn bróðir samnátta Lárusi og Sigurði,
sem kenndur var við Rangárvelli. Þaðan var hann ættaður, en var um
tíma á Merkigili, og þaðan mun hann hafa komið í Bústaði. Þeir vökm
langt fram á nótt, og var Sigurður alltaf að segja Lárusi sögur. Ekki man
1 Olafssonar, þess er að framan getur. Hún faeddist 18. maí 1812, og var móðir
hennar vinnukona á Ska as öðum, Ragnheiður Ólafsdóttir frá Hripkelsstöðum
í Eyjafirði. Sigríður fluttist síðast til Vesturheims og lézt þar árið 1906. Er hún
þá skrifuð Arnadóttir (í Almanaki Ól. Thorgeirssonar).
40