Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 43
FRÁ GÍSLA STERKA ÁRNASYNI
ég nema eina þeirra. Sigurður sagði, að einn vemr hefði verið svo
mikill músagangur á einum bæ, að þær hefðu étið nýjar skaflaskeifur
undan hesti. Allar voru sögurnar svipaðar þessari. Lárus lézt trúa þeim
öllum, en það er ómögulegt, að hann hafi verið svo vitlaus.
Jónas, systurson Gísla, ólst að miklu leyti upp á Skatastöðum, og
Árni var eitthvað þar líka á unglingsárunum. - Einn vetur dó vinnu-
kona á Skatastöðum. Það var snemma vetrar. Líkið var látið standa uppi
í skemmunni, sem var syðst af bæjarhúsunum. Fjölum var spilað upp
við annan vegginn, nokkuð frá gólfi, og líkið lagt á þær. Einn morgun
snemma smtrn seinna kemur Gísli inn og vekur Jónas og segir: „Staul-
astu á fæmr, Jónas, kerlingarfjandinn er dottinn af fjölunum, hún
gemr aldrei verið kyrr, hvorki lifandi né dauð." Sveinn bróðir, sem
þá var unglingur, svaf hjá Jónasi, varð hræddur og grúfði sig niður í
rúmið, en Jónas klæddi sig. Svo fóru þeir Gísli báðir út. Svo þegar
komið var á fætur, var farið suður í skemmu til að athuga, hvernig
hefði verið gengið frá líkinu. Fjalirnar voru í sama stað og áður og
líkið á þeim, en rafmr var rekinn í vegginn á móti og í síðuna á líkinu.
Þannig gekk Gísli frá því.
Lítið var Gísla gefið um sysmrsyni sína, en ástæðan til þess var sú, að
þeir hnupluðu peningum frá honum. Smiðjukofi var rétt fyrir neðan
hlaðið yzt. f þessum kofa hafði Gísli tvær stórar kistur, og í þeim hafði
hann dót sitt. í annarri hafði hann hangiket, því hann slátraði á hverju
hausti tveim sauðum og hengdi upp ketið og borðaði það utan hjá. í
hinni kismnni hafði hann sparifötin sín og fleira. Það var álitið, að
hann ætti mikið af peningum. Hann seldi sauði á hverju hausti í
mörg ár, og hross seldi hann öðru hvoru. Hann árti fjórða part úr jörð-
inni. Gísli komst að því, hverjir voru valdir að þjófnaðinum. Stuttu
eftir þetta fór hann út í Merkigil. Þar sagði hann frá þessu, en sagði,
að þeir hefðu farið í skakka kism, svo það hefði verið lítið, sem þeir
náðu. En nú sagðist hann vera búinn að sjá svo um, að ekki yrði
stolið frá sér afmr. Þá hefur hann að líkindum verið búinn að grafa
peningana. Engir peningar komu eftir Gísla nema fáeinir aurar, sem
voru í peningabuddu hans. Smtm fyrir andlát sitt sagði hann pabba, að
hann ætti enga peninga. En pabbi sagði, að hann hefði átt kistil
með eirlyldi, sem var horfinn.
41