Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 45
HOFSAFRÉTT
Ferðadagbók pÁlma HANNESSONAR frá 1930
PÁLMI Hannesson lauk meistaraprófi í dýrafræði frá Hafnarháskóla
í janúar 1926. Aukanámsgreinar hans voru grasafræði og jarðfræði,
eðlis- og efnafræði. Arið 1923 hafði hann hlotið styrk úr Sáttmála-
sjóði til rannsókna á hálendi íslands, og ferðaðist hann það sumar
um Arnarvatnsheiði, Kjöl og Eyvindarstaðaheiði í félagi við tvo
danska jarðfræðinema. Með þeirri ferð hófust rannsóknir Pálma á
óbyggðum landsins, er hann hélt fram lengi síðan.
Um nokkrar ferða sinna birti Pálmi rækilegar ritgerðir, um aðrar
geymast ekki frásagnir á prenti, en hins vegar sitthvað í dagbókum
hans og öðrum minnisgreinum. Er Jón veðurfræðingur Eyþórsson
sá um útgáfu á rimm Pálma (3 bd., Rvík 1957-59), tók hann upp
brot úr ferðadagbókum hans og segir í inngangso.'ðum, að Pálmi
hafi látið eftir sig allmikið safn dagbóka úr rannsóknarferðum sínum
á árunum 1923-40, þó vanti suma árgangana að miklu leyti og hafi
hann því líklega haft þann sið að eyðileggja þær dagbækur, er hann
taldi sig hafa fullnotað í ritgerðir.
í dagbókum Pálma var að finna hreinritaða frásögn af rannsóknar-
ferð hans um Hofsafrétt sumarið 1930. Þeim slóðum hafði hann
kynnzt fyrr að nokl ru, því hann segir svo í upphafi ritgerðar sinnar
um Arnarvatnsheiði, Kjöl og Eyvindarstaðaheiði (frumpr. 1927 og
’28): „Oræfin norður frá Hofsjökli og Kili eru sá hluti af hálendi
íslands, sem ég kynntist fyrst. Bar það svo til, að á uppvaxtarárum
mínum í Skagafirði rak ég oft fé og stóð á fjöll og fór nokkrum
sinnum í göngur fram að Hofsjökli og suður með Blöndukvíslum.
Setti ég vandlega á mig landslag og örnefni á þessu svæði og varð
allvel kunnugur því." Þessi upplönd urðu og fyrst fyrir, er hann hóf
sjálfstæð vísindastörf. Og árið 1930 kom röðin að Hofsafrétt.
Megintilgangur ferðarinnar á Hofsafrétt sýnist hafa verið athugun
á myndun Orravatnsrústa, en jafnhliða kannaði Pálmi staðhætti alla
43