Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 46
SKAGFIRÐINGABÓK
sem bezt þar á fjöllunum, og geymir dagbókin nokkra staðfræðilega
uppdrætti höfundar. Hér ber að hafa í huga, að árið 1930 var ekki
til neinn fullgildur uppdrátmr af miðhálendinu. (Helztur var upp-
dráttur Þorv. Thoroddsens, er leiðrétt hafði uppdrátt Björns Gunn-
laugssonar frá 1844). Árið 1922, er Pálmi átti leið um Kjöl, sá hann,
„að lýsingar af Kili og uppdrættir af honum voru ónákvæmir og
víða stórlega rangir," segir hann, og tókst honum síðar með rannsókn
að færa það til réttara horfs. Staðfræðiathuganir skipa af þessum
sökum ærið rúm í lýsingu Pálma af Hofsafrétt, og koma minnis-
uppdræt ir hans í dagbókinni að flestu heim við mælingar síðar. Þar
sem einhverju skakkar, eru hér settar athugasemdir neðanmáls. Má
telja líklegt, að skekkjur hefðu fáar orðið í lýsingunni, ef Pálmi
hefði unnið vísindalega ritgerð upp úr dagbókinni, eins og vafalaust
mun hafa verið ætlun hans, þótt eigi ynnist honum tími til þess.
Raunar var þess ekki að vænta, að hann semdi slíka ritgerð fyrr en
alllöngu síðar, því rannsóknum hans á Orravatnsrústum lauk ekki
sumarið 1930. Þeir Steinþór Sigurðsson höfðu afráðið að mæla
svæðið að nýju eftir tíu ár, þ. e. 1940, og gerðu það, gistu þá afmr
Hofsafrétt, og var Guðmundur í Bjarnastaðahlíð leiðsögumaður
eins og í fyrra skiptið. Segir Pálmi frá þeirri ferð á öðrum stað í
dagbók sinni. Sú lýsing er öll styttri, en hann gerði þá nýjar athug-
anir og leiðrétti sumt í eldri frásögninni. Héldu þeir félagar í
seinni ferðinni úr Orravatnsrústum suður á Hveravelli, og má vera,
að sú ferðalýsing Pálma birtist síðar hér í ritinu.
Hofsafrétt heitir einu nafni svæðið allt milli Jökulsár eystri og
vestri, norðan frá dalabyggðum suður til Hofsjökuls. Hún skip'ist
aftur í svonefndan Ausmrpart og Vesturpart, og liggja skilin um
Vesmrdal og Bleikálukvísl suður þaðan. Bent skal á, að staðhátta-
lýsing Pálma nær einungis yfir Austurpart og öræfin hið næsta sunn-
an og austan Jökulsár eystri og tekur þannig að nokkru til svæðis,
er liggur utan Hofsafréttar.
í bók sinni um Skagafjörð (Árbók Ferðafélags Ísiands 1946) farast
Hallgrími Jónassyni svo orð: „Öræfin suður og þó einkum ausmr
af inndölum Skagafjarðar eru furðulítið könnuð og kunn. Lengi
fram eftir aldri hvíldi yfir þeim - í mínum hug og margra jafnaldra
minna - einhver geigkennd dul eins og svo mörgu, sem maður
þekkir lítt eða ekki. Jafnvel gangnamenn byggðanna báðum megin
við þau, í Eyjafjarðardölum og Skagafirði, áttu þar fáfarnar slóðir.
Fé framdalanna hefur oft orðið þar úti, einkum fyrr, meðan skammt
var leitað inn á hálendið."
44