Skagfirðingabók - 01.01.1968, Qupperneq 47
HOFSAFRÉTT
Það er rétt, að Hofsafrétt hafði ekki verið könnuð að ráði stað-
fræðilega, þegar Pálmi Hannesson fór þar um, enda þótt gangna-
menn þekkm vel staðhætti þar og nöfn á þeim tíma. Fyrsm vísinda-
menn, sem þangað bar, svo sögur gangi af, voru þeir Eggert og
Bjarni árið 1752. Þeir fóru Kjöl norður og ætluðu í Skagafjörð, en
hrepptu illskuveður, rigningu og storm, misstu vegarins og óðu í
villu um öræfin þrjá sólarhringa matarlausir, náðu loks byggð í
Eyjafirði. Þess var því engin von, að þeir gæm kannað þennan
fjallageim.
Utlendingar nokkrir fóru Vatnahjallaveg á 19. öld og fyrri hluta
þessarar aldar. Sumir þeirra lýsm leiðinni, fyrsmr Ebenezer Hender-
son árið 1814 (sjá að öðru Ieyti: Turistruter paa Island, IV, 1925,
eftir Daniel Bruun).
Sumarið 1896 ferðaðist Þorvaldur Thoroddsen úr Eyjafirði suður
Vatnahjallaveg og fór nokkuð í könnunarskyni um öræfin norðan
Hofsjökuls, m. a. í Orravatnsrústir, en hélt að svo búnu til Skaga-
fjarðar um Vesturdal. Lýsing hans á svæðinu er hin langhelzta, er þá
hafði verið gerð. Eftir 1930 hefur Hofsafrétt verið lýst af Þor-
móði fræðimanni Sveinssyni í Göngum og rétmm II (1949) og enn
í þætti hans Að Skiptabakka (pr. í bók höfundar, Minningum úr
Goðdölum, 1967). í áðurnefndu bindi af Göngum og rétmm lýsir
Hjörleifur Kristinsson Nýjabæjarafrétt og þá að sjálfsögðu þeim
slóðum utan Hofsafréttar, sem Pálmi greinir frá.
Um prentun ferðadagbókar Pálma Hannessonar er þessa helzt að
geta: Leyst var úr styttingum áttatáknana og greinarskilum hnikað
til, þegar til bóta þótti. Erlend fræðiorð, en þau koma naumast fyrir
í fullunnum ritverkum Pálma, eins og Jón Eyþórsson bendir á, voru
látin haldast, en skýrð neðanmáls. Þar sem efi leikur á, að hand-
ritið sé rétt lesið, er sett [?]. Neðanmálsgreinar merktar B. E. eru
settar í samráði við Björn Egilsson á Sveinsstöðum, sem er þrautkunn-
ugur Hofsafrétt, ekki sízt frá því hann var mæðiveikivörður með
Jökulsá eystri sumurin 1946-49. Neðanmálsgreinar merktar P. H. eru
teknar úr dagbók Pálma frá 1940, sem fyrr var nefnd. Fróðleikur
um þá Danina Mplholm-Hansen og Th. Sprensen (sjá nmgr.) er
runninn frá Steindóri skólameistara Steindórssyni.
H. P.
45