Skagfirðingabók - 01.01.1968, Page 48
S K AGFIRÐING ABÓK
Laugardagur, 2. ágúst
Fór frá Sauðárkrók með bíl Indriða Magnússonar, ásamt dr. M0l-
holm-Hansen, Th. S0ren en og Jóhannesi Áskelssyni. 1 Gisti hjá þeim
við Gilkotslæk næstu nótt. - Kunnar stöðvar.
Sunnudagur, 3. ágúst
Dvöldum við Gilkotslæk. Létum gera við tjald á Nautabúi. Fór upp
að Brekkukoti og yfir að Steinsstaðalaug. Þar var fjölmennt, er á dag-
inn leið, og var dansað fram á nótt. Þá reið unga fólkið heim í flokkum
- piltarnir margir með tvo til reiðar, dálítið drjúgir — eins og í gamla
daga. Skagfirðingar.
Mánudagur, 4. ágúst
Vorum snemma á fótum og bjuggumst. Austanátt andköld, en sólfar.
Indriði kom kl. 7. Hlóðum við bílinn og ókum af stað kl. 9, eftir að
hafa matazt.
Töfðum á Hömrum og þáðum kaffi. Síðan var haldið í lotu til Goð-
dala (kl. 11). Litlu síðar komu hestarnir, 10 að tölu, og með þeim Þor-
1 Hans Mplholm-Hansen, danskur grasafræðingur, nú látinn. Ferðaðist tví-
vegis um ísland í rannsóknatskyni, hið fyrra sinn 1925 og athugaði þá
einkum gróðurfar á Lyngdalsheiði. Doktorsritgerð hans (1930) fjailaði um
þær rannsóknir. Sumar það, sem hér um ræðir, ferðaðist M0lholm-Hansen um
Skagafjörð vestanverðan, fram á Efribyggð, en slóst að auki í ferð með þeim
Pálma inn á Hofsafrétt.
Thorvald Sprensen, danskur grasafræðingur, nú prófessor við Hafnarháskóla.
Hann ferðaðist um landið með Mplholm-Hansen, og skrifaði lítið eitt um ísl.
grasafræði (m. a. flagagróður), en mest hefur hann fengizt við gróðurrann-
sóknir á Grænlandi.
Jóhannes heitinn Áskelsson náttúrufræðingur ritaði svo í minningargrein
um Pálma: „Sumarið 1930 átti ég þess kost að dveljast með Pálma í Orravatns-
rústum nokkurn tíma og fara með honum um hálendið þar í kring. Fræddi hann
mig þá um rústir eða flár, en um sköpun þessara íslenzku freðmýra var hann
allra manna fróðastur."
46