Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 55
HOFSAFRÉTT
Þriðjudagur, 5. ágúst
Nóttin var köld, um 0° C og austanstormur með éljum. Sama veður
hélzt þennan dag allan, og varð hitinn ekki meiri en 3 C°, þá er mestur
var.
Kofinn við Orravatnsrústir liggur 830 m yfir sjó. Hann er á mel-
bakka á norðurbarmi gilskornings, sem Runukvísl rennur eftir út úr
rústunum, og stendur hann norðvestan við rústirnar. Bert er í kringum
kofann og kuldalegt, blásnir melar, grágrýtisöldur og móar.
Kofinn sjálfur er nýlega byggður upp og góður. Aðalhúsið er gert
sem hesthús, og má vel hafa þar fjóra hesta á stalli. Innst í kofanum er
skilrúm úr tré og á því lítil hurð, líkt og á skáp. Inn af því er upp-
hækkað hlað. Geta þar legið þrír menn eða fjórir. Kofinn er gerður fyr-
ir gangnamenn og eftirleita og er eign upprekstrarfélagsins. Við bjugg-
umst um í fremra rúminu. Vildum ekki tjalda vegna storms og élja.
Þennan dag vorum við seint á ferli. Við Jóhannes lögðum af stað
að afliðnu hádegi (eftir að hafa ákveðið suðurstefnu) til þess að athuga
rústirnar sjálfar og nágrennið. Gengum við upp í rústirnar, og eru þær
ferlega stórar. Þurrt er þar um, meira en víða í flám, og er uppblástur í
jcðrunum. Virðast allar flár á hálendinu með þurrasta móti í ár og nú
á síðári árum raunar, enda kvarta bændur undan því, að þær séu gras-
minni en áður og miklu þurrari, heiðarnar séu að blása upp, eins og þeir
orða það. Er og líklegt, að svo sé, því að þurrkakafli er nú um landið
allt og jöklar hrökkva hvarvetna til baka.
Margar rústirnar eru um 2 metrar á hæð og 1 hektari að stærð, eða
allt að því. Við héldum suður rústirnar. Þær eru slitnar sundur sunnan-
vert við miðju. Stendur þar hár hóll, sem Orrahaugur heitir. Uppi á
honum sjást rústir af byggingu, aflangri með einum dyrum, líklega
leifar af sælukofa á Eyfirðingavegi eða leitamannakofa.
Sunnan við hauginn er votlendara miklu, rústir stórar milli vatna og
polla, flatar ofan og allar jafnháar. Auk þess eru að vísu aðrar rústir
minni og líklega upprunnar á annan veg. í þessum kafla er Orravatn.
Það er lítið og eflaust grunnt, en með mörgum hólmum og töngum.
Fleiri pollar eru þar, en allir minni og flestir litlir. Líklega er vatnið
orðið til á þann hátt, að margir flárpollar hafa etið sig saman, en
hólmar og tangar eru leifar af rústum.
53