Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 57
HOFSAFRÉTT
Meðfram syðri hluta rústanna eru „snjóhvammar" allt í kring. Með
nyrðri kaflanum eru þeir aðeins að austan. Við grófum í eina rúst í
syðri hlutanum og fundum þar klaka, eins og ætíð síðar, 1 rumlega
meters dýpi, en milli rústanna er enginn klaki. Rústin er gerð úr lögum,
sem hafa líkan halla og yfirborð rústarinnar, aska og torf skiptast á.
Við héldum suður frá rúsmnum. Taka þá við grágrýtishæðir og
mórena 1 á þeim á kcflum, blásin og jöfnuð af jarðrennsli. Um tvo kíló-
metra fórum við þannig eða tæplega svo langt, unz við komum að
Vestari-Pollum eða Eyfirðingapollum, eins og Skagfirðingar nefna þa.
Þeir eru flá með stórum rúsmm og þéttum. Liggja þeir í lægð, er
snýr norð-norðvesmr til suð-suðausturs, milli grágrýtishæða, og er
einkum há sú hæðin, sem liggur austur frá þeim. Fremur eru þeir litlir
ummáls, ca. km2 og heldur grasgefnir. Þeir liggja nokkru lægra en
Orravatn, enda rennur lækur úr því og í Polla. Vatnaskil þeirrar kvislar,
Pollakvíslar, og Runukvíslar eru um Orrahaug. Vestan í Pollana rennur
lækur vestan úr „hraununum" og sameinast Pollakvísl, en úr þeim
rennur Pollakvísl í suð-suðaustur 2 og síðan til Jökulsár.
f gilskoru, sem lækur sá rann eftir, er vestan kemur í Polla, fund-
um við móberg. Virðist grunnt á því undir grágrýtinu, og kemur það
víða fram. í þessu móbergi, sem við athuguðum vel, var bæði breccia
með gjalli og miklu af palagóníti og ofan á því „tillitþ. e. jökulmelur
samanrunninn í conglomerat. 3 4 5 Sást vel, að sumir steinar í því voru ís-
rákaðir.
Eftir þetta héldum við heimleiðis. Var þeim félögum botanici 1
heldur kalt að vonum, því að það er kuldaverk í mesta lagi að liggja og
krufla í plöntum. Um kvöldið var haldið upp á afmæli Jons Skula ■'
með súkkulaði.
1 Jökulurð.
2 Skv. Uppdrætti íslands nokkurn veginn í austur, en síðan til Jökulsár.
3 Palagónít: ryðgað basaltgler; conglomerat: völuberg, molaberg með ávölum,
oft vatnssorfnum steinum.
4 þ. e. grasafræðingunum.
5 Sonur Pálma, f. 1927, d. 3. nóv. 1935.
55