Skagfirðingabók - 01.01.1968, Síða 58
SKAGFIRÐINGABÓK
Miðvikudagur, 6. ágúst
Veður sama. Við Jóhannes lögðum af stað upp úr hádegi og vorum
ríðandi. Fórum við austur með rústunum og yfir hæð þá, sem liggur
austur frá kofanum. Austan (norðaustan) undir henni er Fremra-Reyð-
arvatn. Það er allstórt, 2-3 km2 3, lítið vogskorið og sennilega nokkuð
djúpt. Grágrýtishæðir liggja að því austan og vestan. Flólmi (hóll) er í
því nær vesturlandi, norðan við miðju. Norður af vatninu er Ytra-
Reyðarvatn; liggja vötnin saman, svo að ós einn er á milli, nær vestur-
hæð, en út að honum gengur flatur sandtangi. Ytra vatnið er minna en
hitt, mjög vogskorið og líklega grunnt. Úr því rennur í Runukvísl -
Reyðarvatnskvísi. Talsverður gróður, rauðhagi, er meðfram ytra vatn
inu, en við hitt lítill eða víst enginn, nema að sunnan. Þar eru mosa-
græður með stararhýjungi. Rennur þar í vatnið seytla úr rústunum. Nú
var hún þurr að mestu. Sex álftir syntu á vatninu.
Við fórum sunnan við vatnið og stefndum í austur. Er við höfðum
farið 3-4 km komum við að barmi Jökuldalsins efst, litlu neðar en
gegnt ósi Geldingsár. Leiðin þangað lá um grágrýtishæðir og öldur með
nokkrum jökulmel á, en er dró í hallann niður að dalnum, tók við stór-
grýtt grágrýti, hraungarðar - snjóerosion. 1
Jökulsá er lítil, svo að vel mátti ríða hana í dalnum, t. d. um ármót
Geldingsár. Jökuldalurinn byrjar ofanvert (ca. 2 km) við ármótin.
Dýpkar hann brátt og gerist hlíðabrattur, svo að hamrar og klif eru
víða að ánni. 2 Annars fellur hún á stórgrýttum eyrum og er mjög
straumhörð. Geldingsá kemur frá aust-suðaustri og rennur eftir gili,
er síðan verður að daldragi. Beygir hún meira til norðvesturs síðast,
og verður alda milli hennar og Jökulsár, un2 þær mætast. Hagatægjur
litkr eru við hana neðan til. Neðst við ármótin er kofinn „Gráni," sem
kona ein í Eyjafirðihefur látið reisa til minningar um hest, er hún
átti. Kofinn stendur í kvos og er rakur og torfundinn.
1 erosion: svörfun.
2 Niður eftir, frá mótum Geldingsár og Jökulsár, heita Pallar, hvammar með
klettahöfðum ofan á. Þeir ná að Pallaklifi, en þar byrjar Jökuldalur. (B. E.)
3 Sesselja Sigurðardóttir á Jökli. Kofinn var reistur sumarið 1920 (sbr.
Göngur og réttir II, bls. 315-19).
56