Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 60
SKAGFIRÐINGABÓK
Niður frá Geldingsá tekur við Stórihvammur. Þar er gróður nokkur,
dý og snæhvammar. Snjór liggur þar lengi. Þar er skjólasamt og sólfar.
Vesturhlíð dalsins er gróðurlaus. Eru þar hraungarðar og illur vegur,
eins og áður er sagt.
Við snerum nú norður með dalnum og fórum eftir brúnum. Utan-
vert undan Stórahvammi heitir Pallaklif. Þar er breiður hjalli (snjó-
terrasse) í miðri hlíð. Þykir illt að fara um dalinn í göngum. Skal ég
ekki rengja það. Við stefndum á fellsbungu eina, sem liggur norð-
norðaustur frá Reyðarfelli, en nær því beint vestur frá kjafti Hörtnár-
dals. Varða er á bungu þessari. Er hún nafnlaus og oftast nefnd hæðin
(fellið) á móti Hörtnárdal, en við kölluðum hana Vörðufell. 1 Jökul-
dalurinn liggur í norðvestur, en er allkrókóttur. Frá Geldingsá niður
að Hörtná má heita, að hann liggi í norðvestur, en fyrir framan Geld-
ingsá liggur hann meira í norður-suður, að minnsta kosti frá Eyfirð-
ingavöðum og að ármótum, ef annars má kalla þennan kafla dal. Um
Hörtná beygir dalurinn aftur til norðurs og stefnir þannig stuttan
spöl eða niður að Fossárdal, 3 km. Þar sveigir hann mjög til vesturs
aftur, og mun liggja til vest-norðvesturs allt niður að mótum Keldudals
eða þar sem Austurdalur byrjar.
Hörtnárdalur og Fossárdalur eru alldjúpir hamradalir, en þó grynnri
vitanlega en Jökuldalur. Þeir ganga aust-suðaustur í Nýjabæjarafrétt,
en hann er hálendur mjög og miklu hærri en Hofsafrétt. Skammt er
á milli dalanna, en þeir eru báðir alllangir, og ná drög þeirra upp fyrir
Eyfirðingaveg. 2 Fossárdalurinn er allur meiri og geysimiklir hamrar
í hlíðunum, einkum í dalnum neðanverðum.
í Jökuldalnum, niður frá Fossárdal, 3 eru hamrar miklir að norð ■
austan og snjór í klettaskorum.
Af Vörðufelii er útsýni mikið. Sér vestur í Krák á Sandi, Hrútafell
og Langjökul, Sáturnar báðar og vítt yfir heiðarnar norður af Hofs-
jökli, svo og jökulinn sjálfan og hnjúka norður af honum, Laugafells-
1 Nafnið hefur öðiazt festu, sbr. Uppdrátt íslands.
2 Fossárdrag hið syðra nær ekki svo langt, og nyrðra Fossárdrag liggur í
norðaustur. (B. E.)
3 þ. e. á Afréttinni.
58