Skagfirðingabók - 01.01.1968, Side 61
HOFSAFRÉTT
hnjúk og Laugafell. Við stönzuðum þar um hríð og athuguðum og
mældum. Þaðan riðum við norður á Keldudalsmúla, milli Keldudals
og Jökuldals. Þar er gróðurlaust, grágrýtisöldur og dálítið vatn. Þaðan
sést yfir Austurdalinn framanverðan, allt út undir Ábæ. 1
Nokkurt undirlendi er í Austurdal og gróður í hlíðum. Undirlendið
er að austan, en að vestan kastast Jökulsá á eyrum meðfram snarbröttum
hlíðum. Heldur er dalurinn þröngur.
Fremst í dalnum að austan kemur niður dalur frá austri. Hann heitir
Hvítárdalur, og eftir honum rennur á, sem Hvítá heitir. Dalurinn
liggur til austurs. Skammt uppi klofnar hann í tvennt. Liggur annar
dalurinn, Fremri-Hvítárdalur, til aust-suðausturs, og verður múli milli
dalanna. Upp múla þann er farið, þegar farið er Nýjabæjarfjall að
sumarlagi (sumarvegur). Utar miklu í dalnum er Tinnárdalur og
Tinná. Þar var býlið Tinnársel. Framar enn var Nýibær og enn framar
Hjálmarssel, nýbýli Bólu-Hjálmars. 2
Austurdalur liggur mikið til norðurs, lítið eitt í vestur niður undir
Ábæ, en þar beygir hann mjög til vesturs eða í norðvestur. 3
Af múlanum riðum við vestur á brúnir Keldudals. Sá dalur liggur
til suðurs frá enda Austurdals. Hann er þröngur og djúpur. Gróður
allmikill og hagapláss. Lækur rennur eftir dalnum, Keldudalsá eða
Kelduá. Kemur hún upp í tveim lækjum, er renna sinn úr hvoru gili
fremst í dalnum, en upp með giljunum eru grunn dalverpi, og skilur
þau langur grágrýtishryggur, sem gengur norður frá Reyðarfelli og
Hraungarður(inn) er kallaður. Sæluhús er í Keldudal, mjög líkt því í
Orravatnsrústum.
1 Hraunatanginn vestan Jökuldals, norðan frá Keldudalsmúla suður á Austur-
bug, kallast einu nafni Jökuldalshraun, gróðurlausar melöldur. Norðan við
Ausmrbug fellur þar Hraunlækur til Jökulsár um dalverpi, sem heitir Hraun-
lækjartorfa. (B. E.)
2 Tinnársel lagðist í eyði 1849, en þar var síðan selstaða frá Abæ og beitarhús,
notuð allt fram undir þann tíma, er þeir Pálmi voru þarna á ferð. - Hjálmar
skáld hóf búskap í Skagafirði á Nýjabæ og bjó þar 1824-29, er hann fluttist
út í Blönduhlíð. Nýibær fór í eyð: 1880.
3 Austurdalur liggur allur mikið í norðvestur.
59